Átaksverkefni - Sumarstörf 2020 hjá Þingeyjarsveit laus til umsóknar
Þingeyjarsveit auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Starfstími er frá 15. júní til 15. ágúst. Störf eru hluti af viðbrögðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 og styrkt af Vinnumálastofnun í átakinu sumarstörf námsmanna.
Starf á skrifstofu Þingeyjarsveitar – Skönnun og skráning
Skönnun byggingateikninga og skráning í gagnagrunn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Nám sem nýtist í starfi kostur
- Góð tölvukunnátta
- Jákvæðni, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Starf á íþróttavellinum á Laugum o.fl. – viðhald og endurbætur
Ýmiskonar viðhaldsvinna við íþróttavöll og vallarhús.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Nám sem nýtist í starfi kostur
- Þekking og reynsla við tækjavinnu
- Jákvæðni, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri.
Launakjör eru samkvæmt launatöflu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýn stéttarfélags, launafl. 117.
Öllum umsóknum skal skilað á netfangið dagbjort@thingeyjarsveit.is