Þingeyjarsveit auglýsir laus til umsóknar tvö sumarstörf fyrir námsmenn. Skilyrði fyrir ráðningu er að umsækjandi sé í námi (á framhalds- eða háskólastigi) og hafi náð 18 ára aldri.
Störfin eru hluti af atvinnuátaki sveitarfélagsins í samvinnu við Vinnumálastofnun. Markmiðið er að styðja við námsmenn í sveitarfélaginu með því að ráðast í atvinnuskapandi verkefni innan starfssviða sveitarfélagsins og þannig veita nemum tækifæri til atvinnu í sumar.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2021 og skulu umsóknir sendar á dagbjort@thingeyjarsveit.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Dagbjört Jónsdóttir í síma: 862 0025.
Verklegar framkvæmdir - 1 starfsmaður, 100% starf
Við leitum að nema í verkfræði eða skyldum greinum til að vinna með verkefnastjóra á framkvæmdasviði. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón Vésteinsson gudjon@skutustadahreppur.is
Starf við umhverfismál – 1 starfsmaður, 100% starf
Starfið felur í sér vinnu að umhverfismálum, svo sem fegrun og snyrtingu umhverfis, þar á meðal opinna svæða og létt viðhald mannvirkja ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Unnið er víðsvegar um sveitarfélagið. Nánari upplýsingar um starfið veitir hermann@thingeyjarsveit.is