Þeistareykjavegur syðri - framkvæmdaleyfi
Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 11. apríl 2019 útgáfu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar vegna lagningar Þeistareykjavegar syðri innan sveitarfélagsmarka Þingeyjarsveitar.
Skipulagslegar forsendur leyfisveitingar:
- Deiliskipulag Þeistareykjavirkjunar.
- Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022.
- Aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011-2023.
- Svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025.
- Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli sérstaks mats um framkvæmdina; Háspennulínur (220 kV) frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, Skútustaðahreppi, Aðaldælahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, og sameiginlegs mats á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Þeistareykjavirkjunar, Kröfluvirkjunar II og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka,
Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 má finna á eftirfarandi vefslóð:
Vegna sameiginlega umhverfismatsins: http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/821/2010020001.pdf
Vegna umhverfismats fyrirhugaðrar framkvæmdar:
http://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/820/2009040031.pdf
Skilyrði Skipulagsstofnunar og Þingeyjarsveitar fyrir leyfisveitingu:
Samkvæmt áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum frá 24. nóvember 2010 telur hún að við leyfisveitingar þurfi að setja eftirfarandi skilyrði:
- Tryggja þarf að framkvæmdir auki ekki eyðingu gróðurs á svæði sem nú er eitt virkasta rofsvæði landsins.
- Ef votlendi verður raskað þarf að endurheimta a.m.k. jafnstórt votlendissvæði og það sem raskast.
Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfisins og forsendur þess er að finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar, https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/framkvaemdaleyfi
Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.
Guðjón Vésteinsson
skipulagsfulltrúi Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.