Fara í efni

Þingeyjarsveit auglýsir tímabundna afleysingu húsvarðar í Ýdölum og Þingeyjarskóla sumarið 2025

Þingeyjarsveit óskar eftir verktaka til afleysinga við húsvörslu í Ýdölum og Þingeyjarskóla í júní – júlí - ágúst, með möguleika á afleysingastarfi til framtíðar.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á daglegri umsjón með húsnæðinu og búnaði þess ásamt eftirliti
  • Minni viðhaldsverkefni og smáviðgerðir ásamt umhirðu lóðar
  • Móttaka leigutaka vegna viðburða og upplýsingagjöf til þeirra varðandi umgengni, frágang og aðrar kröfur skv. leigusamningi.
  • Þrif eftir fundi og aðra viðburði
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og skipuleg vinnubrögð
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af umsjón fasteigna er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá. Umsóknum skal skilað á netfangið umsoknir@thingeyjarsveit. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs í síma 512-1800 eða í netfangið margret.holm@thingeyjarsveit.is

Öll kyn eru hvött til þess að sækja um. Þingeyjarsveit áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Getum við bætt efni þessarar síðu?