Þingeyjarsveit hástökkvari norðursins

Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði
Mynd: KIP
Stórutjarnir í Ljósavatnsskarði
Mynd: KIP

Nýjar tölur frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga sýnir að Þingeyjarsveit er í toppbaráttunni á Norðurlandi eystra.

Íbúum Þingeyjarsveitar hefur fjölgað um 89 frá 1. desember 2023 -1. september 2024 eða um 6%.

Þingeyjarsveit er í 9. sæti yfir fjölgun íbúa í sveitarfélögum á landsvísu, en í öðru sæti á Norðurlandi eystra, rétt á eftir Hörgársveit. Meðaltals fjölgun á Norðurlandi eystra er 1% og á landinu öllu um 2%, Þingeyjarsveit er því langt yfir meðaltals íbúafjölgun sveitarfélaga.

Til gamans má geta að íbúum Akureyrar fjölgaði um 0,9% og Norðurþings um 1,5%.

Nú höldum við ótrauð áfram því í Þingeyjarsveit er svo sannarlega gott að búa.

Fyrir þá sem hafa gaman af því að rýna í tölurnar má nálgast upplýsingar Þjóðskrár hér.