Fara í efni

Tilkynning vegna félagsstarfs eldri borgara

Nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi til að sporna við útbreiðslu COVID-19 tóku gildi á miðnætti 5. október og gilda til og með 19. október n.k. Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 20 manns.

Opið hús eldri borgara í Þingeyjarsveit sem til stóð að hafa í Félagsheimilinu Breiðamýri á morgun, þriðjudaginn 6. október mun því eðli málsins samkvæmt falla niður. Einnig mun Opið hús falla niður þriðjudaginn 12. október. Fyrirkomulag félagsstarfs eldri borgara nánar auglýst síðar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?