Töðugjöld í Ýdölum: Kvöld fyrir sælkera

27. og 28. september verða einstakar matarveislur í Ýdölum. Veislurnar eru afrakstur af samstarfi Arctic Challenge og Þingeyjarsveitar, þar sem sigurvegari Arctic Chef og Arctic Mixologist 2024 koma saman til að skapa einstaka matarupplifun úr hráefnum úr sveitinni. Það er frábært að geta boðið upp á viðburð sem þessa, þar sem sjálfbærni og næring úr heimabyggð er í forgrunni og við hvetjum alla til að tryggja sér miða í tíma!

Má bjóða þér að smakka skyrmús frá Hriflu, Stóruvalla Spritz eða Skútustaða-svepp?

Yfirmatreiðslumaður er Sindri Freyr Ingvarsson, sigurvegari Arctic Chef 2024, sigurvegari Arctic Dessert 2023, matreiðslunemi ársins 2023 og aðstoðarmaður í landsliðinu svo fátt eitt sé nefnt. Sindri starfar í dag á Aurora restaurant á Berjaya Hotel á Akureyri.
Yfirþjónn er Elmar Freyr Arnaldsson sem hreppti annað sætið í Arctic Mixologist 2024, hann hefur tekið þátt í fjölda kokteilakeppna með frábærum árangri og starfar í dag á Centrum Kitchen á Akureyri. 
 
Matseðill:

Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð - hvönn - broddkúmen - sýrður rjómi

Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ

Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnarflagi

Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum

Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd í héraði)

Kokteilaseðill:
Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber

Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused

Skútustaða-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter

Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime

 

Þetta er einstakt tækifæri til að upplifa matargerð og drykki úr hráefnum sem koma að mestu beint úr Þingeyjarsveit. Miðafjöldi er takmarkaður, og slíkur viðburður er ekki á hverju strái! Við hvetjum alla áhugasama sælkera til að tryggja sér miða strax og vera hluti af þessari einstöku kvöldstund.

Miðasala: Tix.is - Töðugjöld 2024 Arctic Challenge í Ýdölum