Kæru sveitungar.
Þriðjudaginn 17. apríl nk. munu starfsmenn og nemendur Stórutjarnaskóla halda sitt umhverfis- og lýðheilsuþing í 9. sinn. Nemendur skólans munu að venju leika stór hlutverk í dagskrá þingsins og því hvetjum við foreldra og aðra sveitunga til að koma og vera með okkur þessa stund. Þingið verður í sal skólans, það hefst kl 13:10 og stendur til kl. 15:20.
Auk glærukynninga nemenda mun tónlistardeild skólans sjá um tónlistaratriði að venju með hljóðfæraleik og söng.
Aðal fyrirlesari þingsins verður Rannveig Magnúsdóttir hjá Landvernd en hún verður með umfjöllun sem á erindi til allra um það sem skiptir okkur máli varðandi náttúru og heilsueflandi umhverfi.
Kynntar verða niðurstöður rannsóknar um matarsóun sem nemendur framkvæmdu í vetur. Einnig verður sagt frá fyrstu niðurstöðum á mælingum í vistheimtarverkefni Landverndar sem nemendur í 6. – 8. bekk taka þátt í. Þá kemur fyrrum nemandi skólans með fyrirlestur um Barnasáttmála sameinuðuþjóðanna og nýráðinn verkefnastjóri hjá Þingeyjarsveit segir frá verkefninu heilsueflandi samfélag í sveitarfélaginu. Loks verður gerð grein fyrir smá könnun sem framkvæmd var meðal nemenda skólans varðandi símaeign og símanotkun þeirra.
Vonumst til að sjá sem flesta því okkur er umhugað um framtíðina.
Með góðum kveðjum
Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla