Úrslit kosninga um sameiningu
06.06.2021
Úrslit kosninga um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps liggja fyrir.
Atkvæði féllu sem hér segir:
Í Þingeyjarsveit fóru kosningar þannig: Á kjörskrá voru 659 og 439 greiddu atkvæði eða 66,6%.
Já sögðu 286 eða 65,2% og nei sögðu 146 eða 33,3%, auðir og ógildir voru 7.
Í Skútustaðahreppi fóru kosningar þannig: Á kjörskrá voru 308 og 235 greiddu atkvæði eða 76,3%.
Já sögðu 159 eða 67,7% og nei sögðu 71 eða 30,2%, auðir og ógildir voru 5.
Íbúar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hafa þar með samþykkt tillögu um að sveitarfélögin tvö verði sameinuð í eitt.