Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Þingeyjarsveit

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í ÞIngeyjarsveit vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 hefst þann 20. nóvember og fer fram sem hér segir:

  • Laugum: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 - 14:00.

  • Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11:00 - 14:00.

Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar í húsnæði sýslumannsembættisins sem hér segir:

  • Akureyri, Strandgötu 16, (þjónustuhús vestan við Eimskip),
    alla virka daga kl. 10:00 - 18:00. Um helgar kl. 11:00 - 15:00. Á kjördag kl. 10:00 - 17:00.

  • Húsavík, Útgarði 1, mán. til fim. kl. 9:00 - 15:00, föstud. kl. 9:00 - 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 - 17:00 og um helgar kl. 10:00 - 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 - 12:00.

  • Siglufjörður, Gránugötu 6, mán. til fim. kl. 9:00 - 15:00, föstud. kl. 9:00 - 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 - 17:00 og um helgar kl. 10:00 - 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 - 12:00.

  • Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
    Frá 18. nóvember nk. er opið mán. - fös. kl. 10:00 -17.00 og um helgar er opið kl. 10:00 til 13.00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.