Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Björn Guðmundsson um starf verkefnastjóra hjá sveitarfélaginu sem var auglýst fyrir áramótin.
Björn er trésmiður, byggingafræðingur og með meistaragráðu í verkefnastjórnun, MPM. Hann hefur víðtæka starfsreynslu, hefur starfað sem húsasmíðameistari, tæknimaður, hönnuður, byggingastjóri o.fl. og nú síðast hefur hann starfað hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri.
Starfssvið Björns verður umsjón með ýmsum verkefnum og framkvæmdum, nýframkvæmdum sem og viðhaldsframkvæmdum á vegum sveitarfélagsins, gerð kostnaðar- og verkáætlana fyrir framkvæmdir o.fl.
Björn mun hefja störf í byrjun apríl n.k.