Viðtalstímar sveitarstjóra og oddvita
24.10.2017
Sveitarstjóri og oddviti verða með viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið.
Viðtalstímar verða fjórir fyrir áramót á eftirfarandi stöðum:
- Fimmtudaginn 2. nóvember í Kiðagili frá kl. 20:00-21:00
- Fimmtudaginn 9. nóvember í Stórutjarnaskóla frá kl. 20:00-21:00
- Fimmtudaginn 16. nóvember í Ýdölum frá kl. 20:00-21:00
- Fimmtudaginn 23. nóvember í Kjarna á Laugum frá kl. 20:00-21:00
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þessa viðtalstíma.
Sveitarstjóri