Þingeyjarsveit mun starfrækja vinnuskóla í sumar. Vinnuskólinn mun hefja göngu sína þriðjudaginn 11. júní og vera starfræktur í 8 heilar vinnuvikur, síðasti dagur vinnuskóla er föstudagurinn 2. ágúst.
Skráning í vinnuskólann er hafin og og stendur til 31. maí. Hægt er að skrá í síma 464-3322 eða með því fylla út umsóknareyðublað fyrir vinnuskóla hér á heimasíðu Þingeyjarsveitar og senda á tölvupóstfangið hermann@thingeyjarsveit.is
Umsækjendur fá sent bréf heim með nánari upplýsingum um vinnutíma, markmið og reglur vinnuskólans.
Vinnuskólinn er fyrir börn fædd 2003, 2004 og 2005 (8. – 9. og 10. bekk í grunnskóla)
Vinnuskólinn sinnir ýmsum verkefnum utandyra í sveitarfélaginu á sviði garðyrkju.
Móttöku umsókna og nánari upplýsingar veita Hermann og Margrét á skrifstofu Þingeyjarsveitar í síma 464-3322