Fara í efni

Nýsköpun í norðri - skýrsla

Í tengslum við sameiningarviðræður Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps komu sveitarfélögin á fót verkefninu Nýsköpun í norðri. Verkefnið hafði það að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins samhliða baráttunni við loftslagsbreytingar. 

Margir komu að verkefninu en byrjað var á því að halda íbúafundi víðs vegar um sveitarfélögin til að kynna verkefnið.  Svo fór af stað rýnihópavinna, þar sem íbúar sem buðu sig fram í hópana héldu áfram að vinna með og þróa þær hugmyndir sem höfðu komið fram.
Í kjölfar þeirrar vinnu var haldin vinnustofa í Ýdölum.
Sumarið 2020 var svo unnið með markvissum hætti að þeim verkefnum sem byrjað var að þróa inni í rýnihópunum. 

Nú er búið að skrifa ítarlega skýrslu um verkefnið sem má lesa um hér og hvetur sveitarfélagið íbúa og aðra áhugasama til að kynna sér þá vinnu sem hefur átt sér stað. 

Getum við bætt efni þessarar síðu?