Greið leið ehf.
Greið leið ehf. var stofnað í febrúar 2003. Tilgangur félagsins skv. samþykktum var að standa fyrir nauðsynlegum undirbúningi fyrir stofnun félags um gerð jarðgangna undir Vaðlaheiði. Stofnendur félagsins voru 30 talsins, 20 sveitarfélög, þ.e. öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra auk 10 fyrirtækja á svæðinu. Árið 2005 var samþykktum breytt í þá veru að tilgangur félagsins væri auk framangreinds, framkvæmdir, gerð og rekstur ganganna.
Stjórn félagsins skipa:
Aðalmenn:
Hildur Jana Gísladóttir, Akureyri
Margrét Bjarnadóttir, Þingeyjarsveit
Halldór Jóhannsson, Akureyri