26.02.2024
Orkuskipti á Norðurlandi - Hvað næst?
Fulltrúar frá byggðarráði og sveitarfélaginu héldu nýlega í fræðsluferð inn á Akureyri. Þar héldu Eimur, SSNE og Íslensk Nýorka málstofuna Orkuskipti á Norðurlandi - hvað næst? Fjallað var um stöðu mála í orkuskiptum á Norðurlandi, olíunotkun svæðisins var kynnt ásamt sérstakri umfjöllun um orkuskipti í þungaflutningum og við hafnir.