22.04.2024
Á íbúafundum vegna stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins komu margar og ólíkar hugmyndir fram varðandi framtíðina. Kjarninn í þeim var væntumþykja gagnvart samfélaginu og náunganum. Til að mynda var rætt um mikilvægi þess að nýta jarðvarmann okkar betur, mikilvægi góðra vega, að Friðheimar norðursins ættu að rísa í sveitarfélaginu og nauðsyn þess að efla hreyfingu eldri borgara.