27.06.2024
Fjallkonan - þú ert móðir vor kær
Öllum heimilum landsins býðst nú frítt eintak af bókinni Fjallkonan „Þú ert móðir vor kær“. Forsætisráðuneytið hefur gefið út bókina í tilefni 80 ára lýðveldisafmælis og inniheldur hún þjóðhátíðarljóð og greinar um fjallkonuna. Hér í Þingeyjarsveit er hægt að nálgast hana í Sundlauginni á Laugum, Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, bókasafninu og sundlauginni í Stórutjarnaskóla.