Fundargerð
Byggðarráð
08.02.2024
17. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 08. febrúar kl. 09:00
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Samtök um verndun í og við Skjálfanda - ósk um fund - 2312028 |
|
Til fundar komu Huld Hafliðadóttir og Eva Björk Káradóttir fyrir hönd Samtaka um verndun í og við Skjálfanda og kynntu verkefni sem samtökin vinna að með ósk um stuðning og aðkomu Þingeyjarsveitar á síðari stigum. |
||
Byggðarráð þakkar Huld og Evu Björk fyrir komuna á fundinn og kynninguna á starfsemi SVÍVS. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að taka þátt í áframhaldandi vinnu á síðari stigum og leggja til stuðning með því að upplýsa íbúa um verkefnið og framvindu, auk þess sem fulltrúi Þingeyjarsveitar taki þátt í verkefninu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Seigla - 2308010 |
|
Valþór Brynjarsson kom til fundar og fór yfir niðurstöður útboðs á innan- og utanhúss frágangi á nýju stjórnsýsluhúsi í Þingeyjarsveit. |
||
Tvö tilboð bárust: |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Sólseturskórinn - styrktarbeiðni - 2401086 |
|
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Sólseturskórnum á Húsavík um fjárstuðning vegna félagsstarfs. |
||
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni en bendir á að hægt er að sækja um menningarstyrki hjá íþrótta-, tómstunda- og menningarmálanefnd sem auglýstir eru tvisvar á ári í mars og október. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Beiðni um afnot af félagsheimilum - 2401091 |
|
Úlla Árdal fyrir hönd Mývatnsstofu óskar eftir endurgjaldslausum afnotum af félagsheimilum sveitarfélagsins vegna viðburða sem Mývatnsstofa hefur yfir árið s.s. Vetrarhátíð, Mývatnsmaraþon og Jólasveinahátíðina. Mývatnsstofa hefur leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu til að halda markaði í Skjólbrekku, Breiðumýri, Ýdölum og Ljósvetningabúð. |
||
Úlla Árdal kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir hugmyndir Mývatnsstofu um nýtingu félagsheimila sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Beiðni um lausn frá störfum - 2401105 |
|
Lagt fram bréf frá Baldri Daníelssyni þar sem hann óskar eftir að verða leystur undan skyldum sínum gagnvart félögunum Matarskemmunni ehf. og Kjarna ehf. |
||
Byggðaráð felur sveitarstjóra að vinna að því að málefnum félaganna verði komið í farveg. Baldri eru þökkuð góð störf á vettvangi félaganna undanfarin ár. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Skilgreining á opinberri grunnþjónustu - umsögn - 2402015 |
|
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar mál nr. S-238/203 Skilgreining á opinberri grunnþjónustu með umsagnarfresti til 7. febrúar nk. |
||
Formaður byggðarráðs og sveitarstjóri sendu inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda að höfðu samráði við byggðarráð í tölvupósti. Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi umsögn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - framboð - 2402002 |
|
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga. Framboðum skal skila í síðasta lagi kl. 12 á hádegi 21. febrúar. |
||
Lagt fram |
||
|
||
8. |
Trúnaðarmál - 2402014 |
|
Trúnaðarmál fært í trúnaðarbók. |
||
|
||
9. |
Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - mál nr. 3/2024 - 2401102 |
|
Lagt fram bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 3/2024 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingun og er Þingeyjarsveit boðið að taka þátt. Boðið er sent til hagsmunaaðila en öllum er frjálst að taka þátt í samráðinu. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla eftir ábendingum frá fjallskilastjórum og felur sveitarstjóra og formanni byggðarráðs að vinna umsögn um málið. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu - 2402003 |
|
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem boðað er til stofnfundar Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu sem halda á föstudaginn 9. febrúar nk. Bréfið er sent á öll héraðsskjalasöfn í landinu og sveitarfélögin sem að þeim standa. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.