Á 30. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 6. júlí var kosið í byggðarráð til eins árs. Byggðarráð fer ásamt sveitarstjóra með framkvæmdastjórn og fjármálastjórn sveitarfélagsins að því leyti að þessi mál séu ekki öðrum falin.
Byggðarráð hefur eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins og fjármálastjórn þess, semur drög að fjárhagsáætlun og viðaukum við hana og leggur þau fyrir sveitastjórn. Byggðarráð sér einnig um að ársreikningar sveitarfélagsins séu samdir reglum samkvæmt og lagðir fyrir sveitarstjórn til meðferðar.
Byggðarráð kemur til með að funda á tveggja vikna fresti.
Byggðarráð (breyting á 34 fundi sveitarstjórnar, 26. október)
Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður
Gerður Sigtryggsdóttir varaformaður
Knútur Emil Jónasson
Varamenn:
Eyþór Kári Ingólfsson
Haraldur Bóasson
Arnór Benónýsson