Fundargerð
Byggðarráð
13.11.2023
9. fundur
Byggðarráð
haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 13. nóvember kl. 00:00
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Trúnaðarmál - 2311074 |
|
Fært í trúnaðarbók. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Umsókn um styrk - Félag eldri Mývetninga - 2311090 |
|
Lagt fram erindi frá Félagi eldri Mývetninga dags. 13. nóvember sl. þar sem óskað er eftir ferðastyrk vegna ársins 2024. |
||
Byggðarráð þakkar erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar 2024. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs - tilnefningar - 2311079 |
|
Lögð fram tvö bréf frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu dagsett 8. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tveim tilnefningum í svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og einni tilnefningu í svæðisráð vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Byggðarráð vísar erindinu til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks - 2311084 |
|
Í samráðsgátt stjórnvalda hefur verið birt grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Umsagnarfrestur er til og með 8. desember. |
||
Byggðarráð hefur kynnt sér efni grænbókar um málefni innflytjenda og flóttafólks og telur ekki ástæðu til umsagnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Leigufélagið Bríet ehf. - kynning - 2311091 |
|
Helgi Haukur Hauksson framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf. kom til fundar við byggðarráð og kynnti starfsemi félagsins. |
||
Byggðarráð þakkar Helga Hauki fyrir greinargóða kynningu á starfsemi leigufélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum um mögulegt samstarf. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Boð á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. - 2311093 |
|
Lagt fram boð á fund hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis föstudaginn 17. nóvember þar sem fjallað er um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun 2024-2038. |
||
Byggðarráð felur oddvita, formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs - fundargerðir - 2311077 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 103. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 11:45.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.