02.11.2016
Sorphirðukerfi það sem sveitarfélagið hefur starfrækt um langt árabil er barn síns tíma og þannig úr garði gert að ómögulegt var að flokka úrgang með skilvirkum hætti auk þess sem rekstraraðilar og óskildir aðilar nýttu ílátin til að losa sig við úrgang án þess að sveitarfélagið hefði möguleika á að innheimta gjald fyrir sem stæði undir kostnaði. Kostnaður sveitarfélagsins var því orðinn langtum hærri en innheimtist fyrir í formi álagðra sorphirðugjalda til fasteigneigenda í sveitarfélaginu.