Fundargerð
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
19.09.2022
1. fundur
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna mánudaginn 19. september kl. 10:00
Jónas Þórólfsson
Soffía Kristín Jónsdóttir
Erlingur Ingvarsson
Hallgrímur Páll Leifsson
Freydís Anna Ingvarsdóttir
Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri
Dagskrá:
Á fundi sveitarstjórnar dags 15. júní var bókað að Jónas Þórólfsson yrði formaður atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Samkv. drögum að erindisbréfi skal nefndin kjósa sér varaformann á fyrsta fundi hennar.
Formaður lagði til að Soffía Kristín Jónsdóttir yrði varaformaður. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Sveitarstjórn óskar eftir umsögn atvinnu- og nýsköpunarnefndar um drög að erindisbréfi nefndarinnar.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á erindisbréfinu:
- að orðinu nýsköpun verði bætt í fyrstu málsgrein 3. greinar þar sem stendur "atvinnu- og landbúnaðarmál.
- að nefndinni verði falið að fara með stefnumörkun í markaðsmálum sveitarfélagsins.
- nefndin styður þá hugmynd að haldnir séu fundir formanna nefnda a.m.k. einu sinni á ári til að samræma störf nefnda.
- nefndin leggur til að ákvæði um gerðarbók verði felld út.
- nefndin bendir á að skilgreina þurfi ábyrgð á styrkumsóknum s.s. í framkvæmdasjóð ferðamannastaða og tryggja að þeim sé sinnt.
Samþykkt
Umræður um tímasetningu funda atvinnu- og nýsköpunarnefndar.
Formaður lagði til að fundartími yrði fyrsti mánudagur hvers mánaðar kl. 10:00-12:00. Tillagan var samþykkt samhljóða. Fundir verða almennt haldnir í Kjarna á Laugum, en formaður getur ákveðið annan fundarstað ef þurfa þykir.
Samþykkt
Lögð fram drög að minnisblaði um fjallskil og afránsstjórnun sem unnið var fyrir undirbúningsstjórn í aðdraganda sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram
Lögð fram drög að samningi um leigu af húsnæði til fullframleiðslu og afnot af húsnæði Matarskemmunnar fyrir hrávöruframleiðslu gegn umsjón með húsnæðinu og móttöku smáframleiðenda sem nýta það.
Atvinnu- og nýsköpunarefnd felur sveitarstjóra að gera breytingar á samningnum samkvæmt umræðum á fundinum. Ákveða þarf hvaða aðstaða, tæki og áhöld eiga að vera aðgengileg og tilgreina hvernig aðgengi smáframleiðenda eigi að vera að aðstöðunni annarsvegar tímabilinu þar til miðrýmið er tilbúið og hins vegar eftir að það er tekið í notkun.
Skilgreina þarf nánar skyldur leigusala um frágang miðjurýmisins miðað við þarfir leigutaka, þannig að það geti uppfyllt kröfur til matvælaframleiðslu. Einnig þarf að koma fram í samningnum hverjar skyldur leigutaka eru gagnvart smávöruframleiðendum og hver ábyrgð leigusala er s.s. hvaða tæki og áhöld eigi að vera til staðar fyrir þá. Nefndin leggur til að bætt verði inn uppsagnarákvæðum og að endurskoðunarákvæði skýrð.
Kynning á verkefninu Hulda náttúruhugvísindasetur sem er samstarfsverkefni Svartárkots menningar og náttúru og Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands. Markmiðið er að koma á fót rannsóknarsetri til að rannsaka og hagnýta upplýsingar um menningarsögu og sögu fólksins á svæðinu.
Guðrún Tryggvadóttir kynnti verkefnið og málþing sem haldið verður dagana 30. september til 1. október n.k. Nefndin þakkar kynninguna.
Fundi slitið kl. 12:15.