Dagskrá:
1. Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag - 2309084
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis-og framkvæmdasviðs um fyrirkomulag veiða á ref og mink í Þingeyjarsveit.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að tillögu eitt samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra. Auglýst verði eftir veiðimönnum til þriggja ára í senn. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að leggja fram endurskoðaðar reglur um refa- og minkaveiði og láta hnitsetja veiðisvæði.
Samþykkt
2. Snjómokstur í Þingeyjarsveit - 2404007
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við sveitarstjórn að farin verði umsóknarleið nr. 4 (umsóknum skipt niður á svæði) þ.e. að auglýst verði eftir snjómoksturmönnum á föstum töxtum og gerðir verði samningar til þriggja ára í senn.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram reglur um snjómokstur í sveitarfélaginu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Samþykkt
3. Starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar 2024-2025 - 2406015
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur fram drög að starfsáætlun frá ágúst 2024-júní 2025.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
Samþykkt
4. Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis - 2403015
Lögð fram til kynningar sjónarmið matvælaráðuneytis um regluverk um búfjárbeit.
Lagt fram
5. Áfangastaðaáætlun 2024 - 2406033
Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir því við Þingeyjarsveit að uppfæra lista yfir forgangsverkefni á áfangastaðaáætlun.
Uppfærðum lista þarf að skila fyrir 1. september nk.
Farið var yfir hugmyndir að verkefnum inn á áfangastaðaáætlun og verður vinnunni fram haldið á fundi nefndarinnar í ágúst.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir tillögum að verkefnum á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt
6. Végeirsstaðaskógur - áfagastaðaáætlun - 2406043
Lagt fram bréf frá Trausta Þorsteinssyni f.h. Végeirsstaðasjóðs þar sem hann óskar eftir að Végeirsstaðaskógur verði settur inn á áfangastaðaáætlun Þingeyjarsveitar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jákvætt í erindið en kallar eftir nánari upplýsingum um útfærslu verkefnisins.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 12
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins