14. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

06.09.2024

14. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri föstudaginn 06. september kl. 10:00

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson
Soffía Kristín Jónsdóttir
Erlingur Ingvarsson
Hallgrímur Páll Leifsson
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. SSNE - kynning á starfsemi - 2409024
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kom til fundar og kynnti starfssemi SSNE og samstarf samtakanna við Þingeyjarsveit.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Albertínu greinargóða yfirferð og hvetur íbúa og fyrirtæki í Þingeyjarsveit til að nýta sér þjónustu samtakanna.
 
2. Fjarskipti í Þingeyjarsveit - 2409023
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir kom til fundar og fór yfir stöðu fjarskipta á starfssvæði SSNE.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Albertínu greinargóða yfirferð. Fjarskipti í sveitarfélaginu er talsvert ábótavant og leggur nefndin áherslu á mikilvægi þess að það sé bætt. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að funda með Fjarskiptastofu og ítreka mikilvægi þess að byggja upp öflugt fjarksiptanet í sveitarfélaginu og með því tryggja öryggi fólks á svæðinu.
 
3. Heimreiðamokstur - umsóknir - 2409001
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fjölda umsókna um heimreiðamokstur ábúenda og lagði fyrir nefndina drög að verksamningi fyrir umsækjendur.
Sviðsstjóri fór yfir umsóknir ábúenda um heimreiðamokstur. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar greinargóða yfirferð og samþykkir fyrirliggjandi drög, með áorðnum breytingum, að samningi við ábúendur um mokstur á heimreiðum.
Samþykkt
 
Fundi slitið kl. 11:45.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.