15. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

07.10.2024

15. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri mánudaginn 07. október kl. 10:00

Fundarmenn

Sigrún Jónsdóttir
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson
Arnór Benónýsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
 
1. Kynning á starfsemi Eims í Þingeyjarsveit - 2410006
Karen Mist Kristjánssdóttir starfsmaður Eims kom til fundar og fór yfir verkefni sem unnið er að í Þingeyjarsveit.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Karen Mist fyrir greinargóða kynningu.
 
2. Heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum - 2409044
Gunnlaugur Sighvatsson kom til fundar og fór yfir stöðuna á heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Gunnlaugi fyrir greinargóða yfirferð og felur sveitarstjóra að vinna áfram með Gunnlaugi að málinu.
 
3. Girðing meðfram Austurlandsvegi - erindi fjallskilastjóra - 2409052
Lagt fram erindi frá Halldóri Arngarði Árnasyni fjallskilastjóra um girðingar meðfram austurlandsvegi.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar Halldóri erindið. Á 33. fundi sveitarstjórnar var lagt fram erindi frá afréttarnotendum á Austurfjöllum þar sem óskað var eftir að komu sveitarfélagsins við að girða hólf á Austurfjöllum. Var sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að leiða saman aðila til frekari viðræðna. Sviðsstjóri hefur verið í sambandi við landeigendur Reykjahlíðar þar sem girðingastæðið er á þeirra landi. Sviðsstjóra falið að ítreka fyrri beiðni við landeigendur svo hægt sé að vinna málið áfram. Að öðru leiti er vísað til bókunar sveitarstjórnar frá 33. fundi.
Samþykkt
 
4. Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025 - 2410009
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir tillögur að verkefnum í Framkvæmdasjóðs ferðamanna fyrir árið 2025.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur sviðsstjóra að senda inn umsóknir í samræmi við framlagðar tillögur.
Samþykkt
 
5. Þjónustuhús Höfða - greiðslukerfi - 2410010
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir uppgjör þjónustuhúss við Höfða sumarið 2024.
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir rekstur þjónustuhúss við Höfða. Nokkur kostnaður er við rekstur greiðslukerfisins og standa tekjur ekki undir kostnaði við rekstur hússins. Sviðsstjóra er falið að rekstur hússins og koma með tillögur að framtíðar fyrirkomulagi á gjaldtöku.
 
6. Snjómokstur í Þingeyjarsveit - 2404007
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdarsviðs fór yfir umsóknir um heimreiðamokstur ábúenda og svæða.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd þakkar sviðsstjóra fyrir greinargóða yfirferð.
Samþykkt
 
7. Gjaldskrár 2025 - 2410003
Teknar til umræðu gjaldskrár sem falla undir málefnasvið nefndarinnar.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur ekki til efnislegar breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2025 en vísar þeim að öðru leiti til sveitarstjórnar.
Samþykkt
 
 
Fundi slitið kl. 12:20.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins