Fundargerð
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
05.12.2022
3. fundur
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna mánudaginn 05. desember kl. 10:00
Jónas Þórólfsson, Erlingur Ingvarsson, Úlla Árdal, Hallgrímur Páll Leifsson og Arnþrúður Anna Jónsdóttir.
Magnús Már Þorvaldsson.
Fundargerð
Fundur Atvinnu- og nýsköpunarnefndar haldinn í Kjarna
mánudaginn 5. desember 2022, kl. 10:00.
Dagskrá:
1. |
Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar - 2208025 |
|
Við umfjöllun um erindisbréf nefndarinnar á 2. fundi þann 14. nóvember sl. var ekki fært til bókar að nefndin telur að fjarskipti eigi að falla undir atvinnu- og nýsköpunarnefnd. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að henni verði falið að fara með fjarskiptamál í erindisbréfi. |
||
Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
2. |
Samgöngumál í Þingeyjarsveit - umræða - 2211053 |
|
Þingeyjarsveit er stærsta sveitarfélag Íslands að flatarmáli og þekur um 12% landsins. Samgöngumál eru meðal lykilþátta í tilveru mannsins og í víðfeðmu vegakerfi eru aðstæður misjafnar. |
||
Það er skoðun nefndar að eftir sem áður þurfi að nýta öll tækifæri til að vekja athygli á þeirri stöðu sem stór hluti vegakerfis sveitarfélagsins er í. Slæmir vegir standa í vegi fyrir framþróun ferðamennsku í sveitarfélaginu en þegar hefur aukin umferð leikið vegina illa. Er það tillaga nefndarinnar að sveitarfélagið hafi frumkvæði að uppsetningu teljara á Bárðardalsvegi næsta sumar svo fyrir liggi að hausti umferð um veginn. Einnig vill nefndin vekja athygli á að tryggja þarf umferðaröryggi um Ljósavatnsskarð að vetri. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
3. |
Félagsheimili sveitarfélagsins - nýting þeirra - 2211054 |
|
Almenn umræða um félagsheimili. Í Þingeyjarsveit eru fjögur félagsheimili. Eru þau í misjöfnu ástandi sem og nýting þeirra. Til umræðu er umfang starfseminnar innan veggja þeirra umliðin ár, nú og framtíðarhorfur. |
||
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd óskar eftir að teknar verði saman rekstrartölur hvers félagsheimils sveitarfélagsins fyrir sig. Einnig bendir nefndin á mikilvægi þess að auka nýtingu þeirra með því m.a. að auglýsa þau utan sveitarfélagsins. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
4. |
Nýsköpun og atvinnumál - 2211055 |
|
Í tengslum við sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps settu sveitarstjórnir af stað verkefnið Nýsköpun í norðri með að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins. Staða atvinnumála og nýsköpunar til umræðu. |
||
Vill nefndin ýta við sveitarstjórn að ákveða hvað gera eigi við verkefnið Nýsköpun í norðri. Þessu tengdu verði ráðinn starfsmaður, sem gæti þegar verið starfandi hjá sveitarfélaginu, til þess að fylgja málunum eftir. Hefur nefndin áhyggjur af að bæði fjármunir og tækifæri glatist á meðan óvissa ríkir. Samhljóða samþykkt. |
||
|
||
5. |
Staða samninga um snjómokstur 2022 - 2210026 |
|
Á 2. fundi atvinnu- og nýsköpunarnefndar þ. 14.11. sl. var til umræðu fyrirkomulag snjómoksturs í Þingeyjarsveit. Var bókað undir þessum lið: "Er það mat nefndar að ekki þjóni hagsmunum hlutaðeigandi aðila að breyta útboði á miðjum vetri. Snjómokstur verði því óbreyttur fram til vors 2023 og verði samningar þá teknir til endurskoðunar. Tilmæli að búið verði að opna alla vegi þannig að íbúar komist til vinnu kl. 08." Í ljósi afgreiðslu sveitarstjórnar sem samþykkir ekki tilmælin í lokalið bókunar þykir rétt að taka málið fyrir að nýju. |
||
Nefndin harmar að misskilnings hafi gætt viðvíkjandi bókun á síðasta fundi um tilmæli um snjómokstur fyrir kl. 08. Tilmæli nefndarinnar eru að allir vegir utan heimreiða verði opnaðir fyrir klukkan 08 svo lengi sem aðstæður leyfa. Samhljóða samþykkt. |
||
|
Fundi slitið kl. 12:00.