4. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

06.02.2023

4. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna mánudaginn 06. febrúar kl. 10:00

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson, Erlingur Ingvarsson, Soffía Kristín Jónsdóttir og Úlla Árdal sátu fundinn í fjarfundi. Hallgrímur Páll Leifsson mætti ekki né boðaði forföll.

Starfsmenn

Magnús Már Þorvaldsson

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Dagskrá:

 

1.

Vegamál í Þingeyjarsveit. Samtal við fulltrúa Vegagerðarinnar. - 2301023

 

Innan marka Þingeyjarsveitar eru tugir km. malarvega og einbreiðar brýr. Framtíðarsýn yfirstjórnar vegamála á Íslandi varðandi vegi sveitarfélagsins til umræðu auk samtals um snjómokstur.
Til svars um vegamál í sveitarfélaginu voru Haukur Jónsson og Heimir Gunnarsson hjá Vegagerðinni.

 

Bókun:

Bárðardalur er á samgönguáætlun og hefur verið allt frá 2008. Til stóð að vegir dalsins færu í útboð á næsta ári en hafa verið færðir aftar í verkefnaröðina - einu sinni enn. Að mati fulltrúa Vegagerðarinnar er samgönguáætlun bágborið plagg sem farið hefur versnandi á sl. árum. Þannig sýnir framkvæmdakort stofnunarinnar fyrir árið 2023 að í hlut Norðurlands alls koma 400 m.kr. en flatarmál Norðurlands vestra og eystra er 35 þús. km2, ca. ½ sem málið varðar. Til viðhalds malarvega fær þjónustumiðstöð VG á Húsavík 19 m.kr. 2023 en til upplýsinga kostar heflun malarvegar 35-40 þ. kr./km. Bróðurpartur framkvæmdafés ársins fer á stór-höfuðborgarsvæðið og loks njóta Vestfirðir forgangs skv. VG fulltrúum.

Afsláttur frá veghönnunarstöðlum er 1.5 vegur, þ.e. 1.5 breidd vegar, og hefur sýnt sig vera vond hönnun, þá er einberiður vegur með útskotum betri kostur. Á hinn bóginn eru þessir vegir dýrir, einbreiður vegur kostar um 70% af venjulegum tvíbreiðum þar eð uppbyggingin er að miklu leyti hin sama. Að mati Vegagerðar er hægt að réttlæta einbreiða vegi þar sem umferðin er lítil og viðurkennt að bundið slitlag sparar viðhald þótt það slitni jú einnig. Áhætta er til staðar að meðalhraði aukist við bættar aðstæður þótt vegurinn sé mjór. Vesturvegurinn í Bárðardal verður alltaf tvíbreiður með hliðsjón af umferð af hálendinu.

Fyrir liggur fullnaðarhönnun brúa yfir Skjálfandafljót en vegurinn í Köldukinn er á dagskrá í fyrsta lagi 2026-27. Brúin við Fosshól hefur eins og vegir Bárðardals verið færð aftar í samgönguáætlun en gæti mögulega verið á verkefnalista næsta árs. Frá útboði til verkloka er ferlið 2 ár. Fjármagn til öryggisviðgerða hefur dregist saman á umliðnum árum en fyrir liggur hönnun á sk. framhjáhlaupi við gatnamót Hringvegar og Norðausturvegar um Kinn. Þekkt er sú hætta sem þar myndast ítrekað sumar sem vetur. Heimreiðar er gríðarmikið verkefni í þessu sveitarfélagi sem öðrum og á meðan fjármagn minnkar verður æ minna sem hægt er að gera. Vel var í það tekið að settur yrði upp teljari í Bárðardalsvegi vestari í sumar.

Þakkaði formaður þeim Hauki Jónssyni og Heimi Gunnarssyni starfsmönnum Vegagerðarinnar framlag þeirra til fundarins.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd mælist til að sveitarstjórn að kallað verði eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins sem og innviðaráðherra þar sem samgöngumál fjórðungsins og þá einkum sveitarfélagsins verða til umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

   

2.

Önnur mál, opin umræða. - 2301026

 

Fram fór umræða um ýmis mál er varða atvinnumál sveitarfélagsins, m.a. hver er staða NÍN en verkefnið hefur að markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins. Á næsta fundi verði húsnæðisuppbygging til umræðu ásamt m.a. rekstri félagsheimila í sveitarfélaginu.

 

   

Fundi slitið kl. 11:00

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.