6. fundur

Fundargerð

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

17.04.2023

6. fundur

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna mánudaginn 17. apríl kl. 10:00

Fundarmenn

Jónas Þórólfsson, Soffía Kristín Jónsdóttir, Erlingur Ingvarsson og Hallgrímur Páll Leifsson.

Starfsmenn

Linda Björk Árnadóttir

Fundargerð ritaði: Linda Björk Árnadóttir

Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 2. lið Brú yfir Skjálfandafljót vegur 85. og 2. liður verður þá 3. liður á dagskrá. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

Atvinnustefna Þingeyjarsveitar - 2303048

 

Mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir Þingeyjarsveit.

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að ráðist verði í gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að hafin verði vinna mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Brú yfir Skjálfandafljót vegur 85 - 2304015

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi brúar yfir Skjálfandafljót á vegi 85. Brúin er afar illa farin, farið er að brotna út úr henni og komin eru göt í gólf brúarinnar og víða sést í steypujárn.
Brúin er mikilvæg samgönguæð innan sveitarfélagsins og er leik- og grunnskólabörnum ekið yfir hana tvisvar á dag, alla virka daga.

Nefndin óskar þess að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að lokað verði á akstur þungra bifreiða yfir brúnna og að ráðist verði í úrbætur á henni sem allra fyrst.

 

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að akstur þungra bifreiða yfir brúna verði takmarkaður og jafnframt beiti sveitarstjórn sér fyrir því að ráðist verði úrbætur á brúnni sem allra fyrst.

 

   

3.

Önnur mál, opin umræða. - 2301026

 

   

 

 

Fundi slitið kl. 11:30.