Fundargerð
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
08.05.2023
7. fundur
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna mánudaginn 08. maí kl. 10:00
Jónas Þórólfsson
Soffía Kristín Jónsdóttir
Erlingur Ingvarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Eyþór Kári Ingólfsson
Úlla Árdal
Hallgrímur Páll Leifsson.
Linda Björk Árnadóttir
Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 4. lið Samstarfsverkefni við Arctic Challenge. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Glatvarmi í Þingeyjarsveit - 2305001 |
|
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hefur áhuga á að kanna möguleika á nýtingu glatvarma innan sveitarfélagsins. Nefndin hefur áhuga á að fá kynningu á starfsemi Eims á næsta fund. Eimur er þjóunar- og nýsköpunardeild á sviði sjálfbærni, grænnar orku og bættrar auðlindanýtingar. Eimur hefur unnið að innviðagreiningu á Norðurlandi Eystra þar sem markmið Eims er að korleggja og markaðssetja orkuauðlindir á starfssvæðinu með áherslu á fjölþætta nýtingu hliðarstrauma þeirra. |
||
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd felur formanni að boða fulltrúa Eims á næsta fund nefndarinnar til að kynna þau verkefni sem Eimur vinnur að varðandi glatvarama og tækifæri sem liggja í nýtingu glatvarma í sveitarfélaginu. |
||
Lagt fram |
||
|
||
2. |
Endurskoðun fjallskilasamþykktar - 2211004 |
|
Lögð fram drög að fjallskilasamþykkt fyrir svæðið austan Vaðlaheiðar að mörkum Langanesbyggðar og Vopnafjarðahrepps. |
||
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að fjallskilareglugerð og vísar þeim til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
Úlla Árdal kom til fundar 10:20 |
|
3. |
Erindisbréf fjallskilastjóra Þingeyjarsveitar - 2305005 |
|
Lögð fram drög að erindisbréfi fjallskilastjóra Þingeyjarsveitar. |
||
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög og vísar þeim til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Samstarfsverkefni - 2305010 |
|
Arctic Challenge leitar til sveitarfélagsins vegna mögulegs samstarfs um matarmenningarviðburð í Þingeyjarsveit þar sem unnið verður úr matvælum úr héraði. Arctic Challenge eru félagasamtök sem hafa það að markmiði að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi. |
||
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur jákvætt í erindi Artcic Challenge um matarmenningarviðburð í Þingeyjarsveit. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd beinir erindinu til sveitarstjórnar. Nefndin telur að viðburður sem þessi sé góð kynning á hráefni úr Þingeyjarsveit. Artcic Challenge óskar eftir húsnæði til að halda viðburðinn í og telur nefndin Ýdali geta hentað í slíkan viðburð. |
||
Samþykkt |
||
|
||
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.