Fundargerð
Byggðarráð
27.07.2023
1. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 27. júlí kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Byggðarráð - 2305033 |
|
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir byggðarráð Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að erindisbréfi byggðarráðs Þingeyjarsveitar með áorðnum breytingum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Skólaakstur 2023-2026 útboð - 2306049 |
|
Þann 29. júní sl. var auglýst eftir tilboðum í skólaakstur fyrir skólaárin 2023-2026. Um var að ræða níu akstursleiðir. Bárust 18 tilboð í leiðirnar frá tíu aðilum. |
||
Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn útboðsins, aðdraganda, undirbúning og framkvæmd. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Jafnlaunastefna Þingeyjarsveitar samþykkt 2023 - 2307026 |
|
Lögð fram drög að Jafnlaunastefnu Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnlaunastefnu fyrir Þingeyjarsveit og felur sveitarstjóra að birta hana á vefsíðu sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Selen ehf. - Umsagnarbeiðni rekstarfleyfi flokkur II-H Höfðabyggð E22 - 2307023 |
|
Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra með ítrekun dags. 17. júlí sl. þar sem Selen ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H Höfðabyggð E22. |
||
Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 er fjallað um frístundabyggð í landi Lundar, E-22, sem skiptist upp í þrjú svæði: Lundskógur, Höfðabyggð og Stekkjarbyggð. Gert er ráð fyrir 88 lóðum fyrir frístundahús auk svæðis fyrir smáhýsi og golfskála. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Líforkuver - SSNE - 2306023 |
|
Lagt fram bréf frá SSNE þar sem kynnt eru drög að viljayfirlýsingu um stofnun þróunarfélags um áframhaldandi vinnu við uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði. Var afgreiðslu málsins frestað á 28. fundi sveitarstjórnar 22. júní sl. |
||
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu með þeim formerkjum að ekki falli til kostnaður á sveitarfélagið vegna þessa. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Samgönguáætlun 2023-2038 - 2307007 |
|
Lögð fram drög að umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, mál nr. 112/2023 í Samráðsgátt. |
||
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að umsögn og felur sveitarstjóra að senda hana inn í samráðsgátt stjórnvalda. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Skattalegt umhverfi orkuvinnslu - umsögn - 2307014 |
|
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu mál nr. 119/2023. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra vinna drög að umsögn og leggja fyrir byggðarráð. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE - 2307030 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Albertínu F. Elíasdóttur þar sem hún vekur athygli á því að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra um auknar fjárfestingar fari af stað að loknum sumarfríum. Í bréfinu hvetur hún sveitarfélög til þátttöku í verkefninu. |
||
Byggðarráð lýsir áhuga á þátttöku Þingeyjarsveitar í verkefninu og felur sveitarstjóra að koma því á framfæri við SSNE. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 28. júní sl. |
||
Lagt fram |
||
|
||
10. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. júní sl. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 15:00.