13. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

04.12.2023

13. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna mánudaginn 04. desember kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Formaður setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá þrjú mál, sem dagskrárlið xx Trúnaðarmál, sem dagskrárlið 7 Mannauðstefna Þingeyjarsveitar og sem xx Breyttar samgöngur á Norðurlandi.

 

Dagskrá:

 

1.

Veitur úttekt - verðfyrirspurn - 2311003

 

Lögð fram niðurstaða úr verðfyrirspurn á úttekt á veitum sveitarfélagsins.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga að tilboði Elfu ehf. í samræmi við umræður á fundinum um áfangaskiptingu verkefnisins og vísar tilboðinu fjárhagsáætlunargerðar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Leikskólar - vinnutímastytting 2024 - 2311034

 

Lögð fram tillaga að vinnutímastyttingu leikskóla Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024.

 

Byggðarráð samþykkir tillögu að vinnutímastyttingu leikskóla Þingeyjarsveitar og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

3.

Vindorka - frumvarp um grunnrentuskatt í Noregi - 2311124

 

Lagt fram minnisblað frá Samtökum orkusveitarfélaga vegna skattlagningar á vindorkuver í Noregi.

 

Lagt fram

 

   

4.

Kollóttaalda á Hólasandi - eftirlit 2023 - 2311121

 

Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 23. nóvember sl. þar sem óskað er eftir tímasettri úrbótaáætlun vegna urðunastaðar á Kollóttuöldu á Hólasandi.

 

Byggðarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs til afgreiðslu.

 

Samþykkt

 

   

5.

Steindór og Anna ehf. - flokkur II G - rekstrarleyfi - 2312002

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 4. desember sl. þar sem Steindór og Anna ehf. sækja um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-G að Múlakoti.

 

Í kafla 4.9 í greinargerð með deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð frá 10. nóvember 2014 er ekki heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Byggðarráð leggst því gegn útgáfu rekstrarleyfis.

 

Samþykkt

 

   

6.

Trúnaðarmál - 2310012

 

Fært í trúnaðarbók.

 

Samþykkt

 

   

7.

Mannauðsstefna - 2312013

 

Fyrir byggðarráði liggja drög að mannauðsstefnu Þingeyjarsveitar sem unnin var af Attentus ehf. sem byggir á niðurstöðum vinnufundar starfsmanna sveitarfélagsins.

 

Byggðarráð þakkar Attentus fyrir góða vinnu og felur sveitarstjóra að kynna drög að mannauðsstefnu fyrir forstöðumönnum og í framhaldinu leita eftir umsögnum frá starfsmönnum sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

8.

Breyting á barnaverndarlögum - 497. mál - 154. löggjafaþing - 2311123

 

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).497. mál.

 

Byggðarráð telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn um á þessu stigi málsins.

 

Samþykkt

 

   

9.

Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn - 73. mál - 154 löggjafaþing - 2311143

 

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 73. mál - Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

 

Byggðarráð telur ekki ástæðu til að senda inn umsögn um á þessu stigi málsins.

 

Samþykkt

 

   

10.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagt fram

 

   

11.

Breyttar samgöngur á Norðurlandi - 2312014

 

Jón Þorvaldur Heiðarsson kom til fundar og kynnti hugmyndir sínar að nýju og breyttu vegakerfi á Norðurlandi.

 

Byggðarráð þakkar Jóni Þorvaldi fyrir greinargóða kynningu.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 11:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.