Fundargerð
Byggðarráð
04.01.2024
15. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 04. janúar kl. 09:00
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
Ingimar Ingimarsson kom til fundar og fór yfir drög að sorpsamþykkt fyrir Þingeyjarsveit. |
||
1. |
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit - 2310028 |
|
Á 37. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14. desember sl. var drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit vísað til frekari vinnslu í byggðarráði. |
||
Byggðarráð þakkar sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs fyrir greinargóða yfirferð. Byggðarráð felur sviðsstjóra að uppfæra samþykktina í samræmi við umræður á fundinum og leggja hana fyrir næsta byggðarráðsfund 18. janúar nk. |
||
|
||
2. |
Framlagning viðauka - reglur - 2312047 |
|
Lögð fram drög að reglum um framlagningu viðauka hjá sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að reglum um framlagningu viðauka með áorðnum breytingum og vísar þeim til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Þingeyjarskóli - breyting á skipuriti - 2311074 |
|
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs um tillögu að breytingu á fyrirkomulagi stjórnunar í Þingeyjarskóla. |
||
Byggðarráð vísar tillögu um breytingu á fyrirkomulagi stjórnunar í Þingeyjarskóla til fræðslu- og velferðarnefndar til umfjöllunar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Félagsheimili Þingeyjarsveitar - 2312032 |
|
Lögð fram greinargerð um félagsheimili Þingeyjarsveitar sem unnin var af formanni atvinnu- og nýsköpunarnefndar og íþrótta-,æskulýðs- og menningarnefndar. |
||
Byggðarráð þakkar formönnum atvinnu- og nýsköpunarnefndar og íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar fyrir minnisblað um félagsheimili. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Brunavarnir Þingeyjarsveitar - úttekt - 2312039 |
|
Lögð fram tilboð í úttekt á Brunavörnum Þingeyjarsveitar. |
||
Tilboð bárust frá KPMG og HLH ráðgjöf. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf um verkefnið. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Umsókn um rekstrarstyrk - Kvennaathvarfið - 2312036 |
|
Lagt fram bréf frá SSNE fh. Kvennaathvarfsins þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Kvennaathvarfs á Akureyri ásamt öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra. Óskað er eftir styrk að upphæð 129.004 kr. |
||
Byggðarráð leggur til sveitarstjórn að styrkbeiðnin verði samþykkt. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Frumvarp til laga um lagareldi - umsögn - 2312044 |
|
Lagt fram bréf frá SSNE þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á Norðurlandi eystra á frumvarpi til laga um lagareldi sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpsdrögunum er komið inn á ýmsa þætti er snerta lagareldi í sjá og á landi þar á meðal ákvörðunum um að friða Eyjafjörð og Öxarfjörð fyrir fiskeldi. |
||
Byggðarráð felur formanni og sveitarstjóra að gera drög að umsögn um frumvarp til laga um lagareldi og leita staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
|
||
8. |
Rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki - 2312037 |
|
Lögð fram til kynningar rannsókn á ferðamálum á virkjanasvæði við Þeistareyki. |
||
Lagt fram |
||
|
||
9. |
Rotþróalosanir - árskýrsla Verkval - 2312043 |
|
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Verkvals um rotþrær og svartvatnstank í Þingeyjarsveit. |
||
Byggðarráð þakkar fyrir greinargóða ársskýrslu. |
||
Lagt fram |
||
|
||
10. |
Mýsköpun - fréttir af starfsemi - 2312049 |
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Mýsköpun þar sem koma fram helstu fréttir af starfseminni og því sem fram undan er. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 11:15.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.