Fundargerð
Byggðarráð
04.03.2024
18. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna mánudaginn 04. mars kl. 08:30
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Seigla - 2308010 |
|
Til fundar kom Valþór Brynjarsson og fór yfir stöðu framkvæmda í Seiglu. |
||
Framkvæmdir við Seiglu fara vel af stað og er þriðja hæð komin á uppbyggingarstig. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Landvinnsla - Laugum - 2403002 |
|
Til fundarins komu Gestur Geirsson og Atli Dagsson og kynntu starfsemi þurrkunarstöðvar á Laugum og stöðu á starfsleyfi stöðvarinnar. |
||
Byggðarráð þakkar Gesti og Atla fyrir góða yfirferð og stefnt er að öðrum fundi á vordögum. |
||
Kynnt |
||
|
||
3. |
Bjarnarfjall - gönguleiðir - skilti - 2402031 |
|
Lagt fram bréf frá Hermanni G. Jónssyni þar sem hann óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við slysavarnir í skriðum Bjarnarfjalls á Flateyjarskaga. |
||
Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að styðja við verkefnið um 60. þúsund kr. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Gjaldskrá - athugasemd - 2402029 |
|
Lögð fram ábending frá Ungmennafélaginu Eflingu vegna gjaldskrár fyrir þorrablót í félagsheimilum sveitarfélagsins. |
||
Byggðarráð þakkar Ungmennafélaginu Eflingu gagnlegar ábendingar og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna málið áfram og leggja fram endurskoðaðar gjaldskrár í komandi fjárhagsáætlunargerð. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Tónleikahald - húsnæði - 2402062 |
|
Lagt fram bréf frá Sumartónleikum og kórastefnu við Mývatn þar sem óskað er eftir afnotum af Skjólbrekku vegna tónleikahalds í tengslum við goslokahátíð sem er í undirbúningi og haldinn verður 21.-23.september nk. |
||
Byggðarráð þakkar erindið og leggur til við sveitarstjórn að styrkja félagsamtökin sem svarar húsaleigu vegna tónleika á goslokahátíð sem haldnir verða 22. september nk. og verður íbúum og gestum boðið á tónleikana. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Snocross aksturskeppni - Krafla - 2402060 |
|
Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar hefur óskað eftir samþykki sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar kt. 550322-1100, til að halda Snocross keppni í landi Reykjahlíðar í samræmi við 3. gr. reglugerðar nr. 507/2007. Keppnishaldari er Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og er keppnin hluti af Vetrarhátíðinni við Mývatn. |
||
Byggðarráð Þingeyjarsveitar samþykkir með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar, að keppnin verði haldin. Byggðarráð samþykkti beiðni þessa í tölvupósti 4 mars. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Trúnaðarmál - 2306036 |
|
Fært í trúnaðarbók |
||
|
||
8. |
Trúnaðarmál - 2311018 |
|
Fært í trúnaðarbók |
||
|
||
9. |
Þurrkur ehf. - aðalfundarboð 2024 - 2403006 |
|
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Þurrks ehf. sem haldinn verður að Breiðumýri þann 11. mars nk. kl. 13. |
||
Byggðarráð felur Eyþóri Kára Ingólfssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
|
||
10. |
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2024 - 2403005 |
|
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 16.30 í Silfurbergi, Hörpunni. |
||
Kynnt |
||
|
||
11. |
Stafrænt pósthólf - 2402053 |
|
Lagt fram til kynningar bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem kynnt er ný reglugerð um stafræn pósthólf sem hefur þegar tekið gildi |
||
Lagt fram |
||
|
||
12. |
Hólabraut L153751 - stefna - 2402035 |
|
Lögð fram til kynningar bréf frá Lindu Emilsdóttir f.h. Birnu Björnsdóttur þar sem lögð er fram stefna á hendur sveitarfélaginu þar sem fer fram á að viðurkenndur verði eignarréttur á landsvæði á Laugum í Þingeyjarsveit. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.