Fundargerð
Byggðarráð
05.04.2024
19. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna föstudaginn 05. apríl kl. 09:00
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Klifurveggur - beiðni um aðgengi - 2404001 |
|
Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Stefáni þar sem óskað er eftir því að fá aðgengi að klifurvegg í ÍMS til æfinga fyrir unglingastarfs sveitarinnar sem og fyrir almenna félaga sveitarinnar. |
||
Byggðarráð þakkar erindið og tekjur jákvætt í að Björgunarsveitin Stefán hafi aðgang til æfinga að klifurvegg í ÍMS og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs útfærslu í samráði við forstöðumann ÍMS og í framhaldinu leggja drög að samkomulagi fyrir byggðarráð. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Ljósleiðara aðgangsnet - könnun á áformum um uppbyggingu - 2403047 |
|
Lagt fram bréf frá Fjarskiptasjóði þar sem óskað er eftir upplýsingum um áform fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara- aðgangsneta í þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum fyrir árslok 2026. |
||
Lagt fram |
||
|
||
4. |
Mývetningur - Íþróttaheimili Mývetnings - 2310006 |
|
Á 6. fundi byggðarráðs var fjallað um erindi Mývetnings þar sem stjórn Mývetnings lýsti yfir vilja til að taka að sér rekstur ÍMS. Anton Freyr Birgisson kom til fundar við byggðarráð. |
||
Byggðarráð þakkar Antoni fyrir kynningar á áhugaverðum hugmyndum Mývetnings um nýtingu á ÍMS. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að formlegt samtal verið hafið milli Mývetnings og sveitarfélagsins um að kanna mögulega framtíðarnýtingu húsnæðisins og leggja fyrir sveitarstjórn. |
||
|
||
5. |
Hesthús á Þeistareykjum - afnot - 2402070 |
|
Lagt fram bréf frá Antoni F. Birgisson f.h. Geo Travel ehf. þar sem óskað er eftir samtali um aðgengi að hesthúsi á Þeistareykjum. Anton kom til fundar við byggðarráð og fylgdi erindinu eftir. |
||
Byggðarráð þakkar Antoni fyrir upplýsingar um snjósleðaferðir sem fyrirtækið er með á Þeistareykjum í fjóra mánuði á vetri þ.e. nóvember, desember, apríl og maí. Anton óskar eftir nýtingu á hesthúsi sem er í eigu sveitarfélagsins í tengslum við ferðirnar, sem samið var um til reynslu. Að fenginni reynslu leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að gert verði samkomulag við Geo Travel ehf. um afnot af hesthúsinu í fjóra mánuði á ári til ársins 2027. |
||
|
||
6. |
Raforkusölusamningur - uppsögn - 2404006 |
|
Fyrir byggðarráði liggur uppsögn á samningi Orkusölunnar við Þingeyjarsveit um raforkusölu. |
||
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita tilboða hjá orkusölufyrirtækjum fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
|
||
7. |
Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083 |
|
Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarstjóra og Arcur um tillögu að framkvæmd stefnumótunarvinnunnar. |
||
Byggðarráð leggur áherslu á víðtæka þátttöku íbúa í upphafi stefnumótunarvinnunnar og leggur til að íbúafundir verði haldnir 16. apríl kl. 16.30 í Stjórutjarnaskóla og kl. 20:00 í Skjólbrekku. Einnig verði haldinn rafrænn fundur 23. apríl kl. 16.30. |
||
|
||
8. |
Aðalfundur 2024 - 2404009 |
|
Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Mývatnsstofu þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. apríl nk. í Gíg. |
||
Byggðarráð leggur til að Arnór Benónýsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Mývatnsstofu og felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun - umsagnarbeiðni - 2403051 |
|
Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem kynnt er fyrirætlun um endurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun). Með bréfinu vill starfshópurinn stuðla að því að helstu hagaðilar séu upplýstir. Starfshópurinn óskar eftir að athugasemdir, sjónarmið og ábendingar berist í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 8. apríl nk. |
||
Byggðarráð felur formanni og sveitarstjóra að fara yfir gögn málsins, sem er á frumstigi, og senda inn sjónarmið sveitarfélagsins sé ástæða til í samráði við formann umhverfisnefndar fyrir 8. apríl nk. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.