19. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

05.04.2024

19. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna föstudaginn 05. apríl kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Klifurveggur - beiðni um aðgengi - 2404001

 

Lagt fram bréf frá Björgunarsveitinni Stefáni þar sem óskað er eftir því að fá aðgengi að klifurvegg í ÍMS til æfinga fyrir unglingastarfs sveitarinnar sem og fyrir almenna félaga sveitarinnar.

 

Byggðarráð þakkar erindið og tekjur jákvætt í að Björgunarsveitin Stefán hafi aðgang til æfinga að klifurvegg í ÍMS og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs útfærslu í samráði við forstöðumann ÍMS og í framhaldinu leggja drög að samkomulagi fyrir byggðarráð.

 

Samþykkt

 

   

3.

Ljósleiðara aðgangsnet - könnun á áformum um uppbyggingu - 2403047

 

Lagt fram bréf frá Fjarskiptasjóði þar sem óskað er eftir upplýsingum um áform fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu ljósleiðara- aðgangsneta í þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum fyrir árslok 2026.

 

Lagt fram

 

   

4.

Mývetningur - Íþróttaheimili Mývetnings - 2310006

 

Á 6. fundi byggðarráðs var fjallað um erindi Mývetnings þar sem stjórn Mývetnings lýsti yfir vilja til að taka að sér rekstur ÍMS. Anton Freyr Birgisson kom til fundar við byggðarráð.

 

Byggðarráð þakkar Antoni fyrir kynningar á áhugaverðum hugmyndum Mývetnings um nýtingu á ÍMS. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að formlegt samtal verið hafið milli Mývetnings og sveitarfélagsins um að kanna mögulega framtíðarnýtingu húsnæðisins og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

   

5.

Hesthús á Þeistareykjum - afnot - 2402070

 

Lagt fram bréf frá Antoni F. Birgisson f.h. Geo Travel ehf. þar sem óskað er eftir samtali um aðgengi að hesthúsi á Þeistareykjum. Anton kom til fundar við byggðarráð og fylgdi erindinu eftir.

 

Byggðarráð þakkar Antoni fyrir upplýsingar um snjósleðaferðir sem fyrirtækið er með á Þeistareykjum í fjóra mánuði á vetri þ.e. nóvember, desember, apríl og maí. Anton óskar eftir nýtingu á hesthúsi sem er í eigu sveitarfélagsins í tengslum við ferðirnar, sem samið var um til reynslu. Að fenginni reynslu leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að gert verði samkomulag við Geo Travel ehf. um afnot af hesthúsinu í fjóra mánuði á ári til ársins 2027.

 

   

6.

Raforkusölusamningur - uppsögn - 2404006

 

Fyrir byggðarráði liggur uppsögn á samningi Orkusölunnar við Þingeyjarsveit um raforkusölu.

 

Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leita tilboða hjá orkusölufyrirtækjum fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

   

7.

Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083

 

Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarstjóra og Arcur um tillögu að framkvæmd stefnumótunarvinnunnar.

 

Byggðarráð leggur áherslu á víðtæka þátttöku íbúa í upphafi stefnumótunarvinnunnar og leggur til að íbúafundir verði haldnir 16. apríl kl. 16.30 í Stjórutjarnaskóla og kl. 20:00 í Skjólbrekku. Einnig verði haldinn rafrænn fundur 23. apríl kl. 16.30.

 

   

8.

Aðalfundur 2024 - 2404009

 

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra Mývatnsstofu þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. apríl nk. í Gíg.

 

Byggðarráð leggur til að Arnór Benónýsson verði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Mývatnsstofu og felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

2.

Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun - umsagnarbeiðni - 2403051

 

Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti þar sem kynnt er fyrirætlun um endurskoðun á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun). Með bréfinu vill starfshópurinn stuðla að því að helstu hagaðilar séu upplýstir. Starfshópurinn óskar eftir að athugasemdir, sjónarmið og ábendingar berist í samráðsgátt stjórnvalda fyrir 8. apríl nk.

 

Byggðarráð felur formanni og sveitarstjóra að fara yfir gögn málsins, sem er á frumstigi, og senda inn sjónarmið sveitarfélagsins sé ástæða til í samráði við formann umhverfisnefndar fyrir 8. apríl nk.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 11:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.