Fundargerð
Byggðarráð
10.08.2023
2. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Skólaakstur 2023-2026 útboð - 2306049 |
|
Þann 29. júní sl. var auglýst eftir tilboðum í skólaakstur fyrir skólaárin 2023-2026. Um var að ræða níu akstursleiðir. Bárust 18 tilboð í leiðirnar frá tíu aðilum. Einn aðili féll frá tilboði sínu í leið 5, Aðaldalur norður. Á fyrsta fundi byggðarráðs þann 27.7.2023, var verkefnisstjóra fjölskyldumála falið að auglýsa þá leið að nýju skv. skilmálum útboðslýsingar. |
||
Byggðarráð hefur kynnt sér öll gögn útboðsins, aðdraganda, undirbúning og framkvæmd. |
||
|
||
2. |
Vinnuvélar Smára ehf. - Umsagnarbeiðni rekstur gististaðar flokkur II-H -Skógarmelur 1 - 2307029 |
|
Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 11. júlí sl. þar sem Vinnuvélar Smára ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H Skógarmel |
||
Í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 er fjallað um frístundabyggð í landi Skóga 1, Skógarmel 1, |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Lausaganga búfjár - kvörtun - 2308002 |
|
Lagður fram tölvupóstur dags 31. júlí sl. frá Hildi Vésteinsdóttur þar sem hún kvartar yfir lausagöngu búfjár í Reykjahlíðaþorpi. |
||
Sveitarstjórn þakkar Hildi erindið. Í ljósi umræðna undanfarnar vikur um smölun ágangsfjár er ljóst að réttaróvissa er um hvaða reglur gildi varðandi skyldur sveitarfélaga samanber álit Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 11167/2021 og áliti innviðaráðuneytisins í máli 22050047. Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá álit lögfræðings sveitarfélagsins hvað varðar erindið. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 14:15.