Fundargerð
Byggðarráð
18.04.2024
20. fundur
Byggðarráð
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnheiður Jóna ingimarsdóttir
Dagskrá:
2. |
Rafræn úttekt á starfsemi slökkviliða - HMS - 2404028 |
|
Lagt fram bréf frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem fram kemur að gerð hafi verið rafræn úttekt á starfsemi slökkviliða á tímabilinu 17 janúar - 5. febrúar sl. Var könnunin send á stjórnendur og starfsmenn slökkviliða og slökkviliðsmenn. |
||
Skýrslan veitir upplýsingar um starfsemi slökkviliðs og þeim úrbótatækifærum sem eru fyrir hendi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna skýrsluna fyrir stjórnendum í Brunavörnum Þingeyjarsveitar. |
||
Lagt fram |
||
|
||
3. |
Trúnaðarmál - 2210011 |
|
Fært í trúnaðarmál. |
||
|
||
4. |
Tjónamatsgerð 210446 Skútahraun 2b - 2404017 |
|
Lögð fram tjónmatsgerð vegna tjóns sem varð í Skútahrauni 2b. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna að yfirfara tjónamatsgerðina og koma með tillögu að næstu skrefum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Norðurorka - ársfundur 2024 - 2404025 |
|
Fyrir byggðarráði liggur boð á ársfund Norðurorku hf. sem haldinn verður þriðjudaginn 23. apríl kl. 15 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórnarfólki er velkomið að sitja fundinn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Kjörstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu - 2404026 |
|
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er samstarfs við sveitarfélagið vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar sem fram fara þann 1. júní nk. Óskað er eftir að sveitarstjórn skipi kjörstjóra til að sinna atkvæðagreiðslu á starfsstöðvum Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð er jákvætt fyrir samstarfi vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu við forsetakosningar og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að útfæra framkvæmdina innan sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
B-deild Veiðifélags Skjálfandafljóts - aðalfundarboð - 2404024 |
|
Lagt fram boð á aðalfund B-deildar Veiðifélags Skjálfandafljóts sem haldinn verður í safnaðarheimili Þorgeirskirkju 22. apíl. nk. |
||
Byggðarráð felur Eyþóri Kára Ingólfssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Hafvernd - raundæmið Skjálfandi - 2404021 |
|
Hafvernd, samtök um verndun í og við Skjálfanda, boða til málþings um hafvernd. Jafnframt er óskað eftir að fulltrúi Þingeyjarsveitar taki þátt í pallborði á málþinginu. |
||
Byggðarráð þakkar boð á málþingið og felur Jónu Björgu Hlöðversdóttur að taka þátt í pallborði fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Náttúrustofur - samtal - 2404014 |
|
Lagt fram bréf frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneyti þar sem boðað er til samtals um náttúrustofur. Fundurinn fer fram á Húsavík 15. maí nk. |
||
Byggðarráð felur oddvita og sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Í fundarboðinu kemur fram að allir sveitarstjórnarmenn séu velkomnir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Bjarmahlíð - styrkbeiðni - 2404010 |
|
Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir styrk til reksturs Bjarmahlíðar. |
||
Frestað |
||
|
||
11. |
Samningur um sértækt sóknaráætlunarverkefni - Gígur og Seigla - 2305008 |
|
Lögð fram lokaskýrsla vegna verkefnisins "Gígur og Seigla þekkingarmiðstöðvar" sem unnin var af Þekkingarneti Þingeyinga fyrir Þingeyjarsveit með stuðningi úr byggðaáætlun. |
||
Byggðarráð þakkar Þekkingarneti Þingeyinga fyrir góða vinnu og samstarf. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 10:00.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.