21. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

08.05.2024

21. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna miðvikudaginn 08. maí kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Arnór Benónýsson
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Hlíðavegur 6 - úttekt - 2404045

 

Lögð fram ástandsskoðun á Hlíðarvegi 6 sem unnin var af Eflu verkfræðistofu.

 

Samkvæmt skýrslunni krefst ástand hússins mikilla aðgerða varðandi loftgæði og hollustuhætti. Byggingarfulltrúa er falið að meta annað ástand hússins áður en til framkvæmda kemur.
Sveitarstjóra er falið að ræða við notendur hússins um ástand þess og finna þeirri starfsemi sem fram fer í húsinu annan farveg meðan verið er að vinna að úrbótum.

 

Samþykkt

 

   

2.

Vinabæjarsamstarf Suður Frón (Sor-Fron) - 2304007

 

Lagt fram bréf frá Kristni Ólafssyni þar sem endurnýjað er boð Suður Fróns um heimsókn fulltrúa Þingeyjarsveitar til að kanna grundvöll fyrir vinabæjarsamstarfi, en fyrirhuguð heimsókn á síðasta ári féll niður vegna óveðurs í Noregi.

 

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið að tekin verið upp þráðurinn frá því sem frá var horfið á síðasta ári.

 

Samþykkt

 

   

3.

Hækkuð húsaleiga á Ýdölum - erindi til sveitarstjórnar - 2404056

 

Lagt fram bréf frá Harmonikufélagi Þingeyinga og Félagi harmonikuunnenda við Eyjafjörð þar sem þar sem óskað er eftir afslætti á leigu vegna sameiginlegrar harmonikuhátíðar sem haldinn hefur verið í Ýdölum undanfarin ár. En með breytingu á gjaldskrám sveitarfélagsins hækkar verð á útleigu talsvert milli ára.

 

Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra að ræða við félögin um áframhaldandi gott samstarf.

 

Lagt fram

 

   

4.

Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur - 2404058

 

Lagðar fram tillögur að hönnun leikskóla í Stórutjarnaskóla.

 

Byggðarráð felur byggingarfulltrúa að láta vinna frekar tvær tillögur og leggja fyrir byggðarráð.

 

Lagt fram

 

   

5.

Samtal um Náttúrustofu - 2404029

 

Þorkell Lindberg Þórarinsson kom til fundar og fór yfir starfsemi Náttúrustofu Norðausturlands.

 

Þorkell Lindberg kom til fundar og fór yfir starfsemi Náttúrustofu Norðurlands eystra. Stofnunin er rekin með framlagi frá ríki, sveitarfélögum og með sjálfsaflafé. Stofnunun er öflug og þar eru nú níu heilsársstarfsmenn og tveir sumarstarfsmenn. Stofnunin sinnir fjölbreyttum verkefnum sem m.a. snúa að vöktun á fuglum náttúru og gróðurfari í samstarfi með fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum.
Byggðarráð þakkar Þorkeli greinargóða kynningu og góðar umræður.

 

Lagt fram

 

   

6.

Bjarmahlíð - styrkbeiðni - 2404010

 

Lögð fram beiðni frá Bjarmahlíð sem áður var tekin fyrir á fundi byggðarráðs 18. apríl sl. og var afgreiðslu frestað.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að styðja Bjarmahlíð um 500 þúsund kr. og rúmast fjárhæðin innan fjárhagsáætlunar.

 

Samþykkt

 

   

7.

Vorfundur 2024 - Héraðsnefnd Þingeyinga - 2405007

 

Lagt fram boð á vorfund Héraðsnefndar Þingeyinga bs. sem haldinn verður í fjarfundi miðvikudaginn 15. maí nk.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að framsenda fundarboðið á fulltrúaráð og sveitarstjórn.

 

Lagt fram

 

   

8.

Ársfundur 2024 - Náttúruhamfaratryggingar Íslands - 2405006

 

Lagt fram boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem haldinn verður 16. maí nk.

 

Lagt fram

 

   

9.

Raforkusölusamningur - verðkönnun - 2404066

 

Á 43. fundi sveitarstjórar var staðfest afgreiðslu byggðarráðs þar sem sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var falið að leita tilboða hjá orkusölufyrirtækjum vegna uppsagnar Orkusölunar á samningi við Þingeyjarsveit.
Fyrir fundi byggðarráðs var liggja niðurstöður verðkönnunar sem gerð var hjá raforkusölufyrirtækjum. Þrjú tilboð bárust: Frá Orkusölunni, frá N1 og frá Orku náttúrunnar.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

 

Samþykkt

 

   

10.

Leigufélagið Bríet ehf. - kynning - 2311091

 

Í framhaldi af kynningu frá Bríeti á 9. fundi byggðarráðs, hefur ráðið yfirfarið lista yfir íbúðir í eigu sveitarfélagisns.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja lista yfir valdar íbúðir til skoðunar hjá Bríeti.

 

Lagt fram

 

   

11.

Lagareldi - 930. mál - 154. löggjafaþing - 2404074

 

Lagt fram bréf frá umhverfis- og nefndarsviði Aþingis þar sem lagt er fram til umsagnar frumvarp um lagareldi 930. mál. Frestur til að skila inn umögn er til 8. maí nk.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við fyrri umsögn sveitarfélagsins.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 12:00.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.