22. fundur

Fundargerð

Byggðarráð 2023-2024

06.06.2024

22. fundur

Byggðarráð 2023-2024

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 06. júní kl. 09:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn
Arnór Benónýsson
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Varaformaður setti fund og óskað eftir að bæta á dagskrá lið 9 -Bifreið Brunavarna Þingeyjarsveitar.
 
Dagskrá:
 
1. Seigla - 2308010
Valþór Brynjarsson kom til fundar og lagði fram yfirlit um stöðu framkvæmda við stjórnsýsluhús á Laugum.
Byggðarráð þakkar Valþóri greinargóða yfirferð og gögn. Verkið er nokkuð á áætlun, komnar eru fram magnbreytingar, viðbótarverk og aukaverk sem áætlað er að hafi þó ekki áhrif á samningsbundin verklok. Yfirlit og skýringar yfir áætlaðan aukakostnað og breytingar verður lagt fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Samþykkt
 
2. Kornsamlag Þingeyinga - 2403013
Til fundar komu Haukur Marteinsson og Viðar Hákonarson og fóru yfir áform og framtíðarsýn Kornsamlags Þingeyinga.
Byggðarráð þakkar Hauk og Viðari fyrir greinargóða yfirferð og leggur til við sveitarstjórn að Atvinnuefling Þingeyjarsveitar gerist hluthafi í Kornsamlagi Þingeyinga.
Samþykkt
 
3. Rekstraryfirlit 2024 - 2405066
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.
Til fundar komu Margrét Hólm Valsdóttir og Gísli Sigurðsson og fóru yfir rekstraryfirlit fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.
Almennt eru rekstrarliðir á áætlun og áætlanagerð fyrir sameinað sveitarfélag er að komast í fastari skorður.
Lagt fram
 
4. Þingeyjarskóli - viðhald á íbúð - 2405067
Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna um viðhaldsþörf á íbúð í Þingeyjarskóla.
Byggðarráð þakkar Rögnvaldi fyrir greinargóða yfirferð. Byggðarráð felur umsjónarmanni fasteigna að leggja fram gunnmynd og grófa kostnaðaráætlun á viðhaldi og stækkun íbúðar fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Samþykkt
 
5. Greið leið - aðalfundaboð 2024 - 2405044
Lagt fram boð á aðalfund Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn verður 13. júní nk. í fjarfundi.
Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Samþykkt
 
6. Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur - 2404058
Á 21. fundi byggðarráðs var byggingarfulltrúa falið að vinna áfram tvær tillögur að hönnun leikskóla í Stjórutjarnaskóla. Byggingarfulltrúi kom til fundar og fór yfir fyrirliggjandi tillögur.
Byggðarráð þakkar Rögnvaldi fyrir greinargóða yfirferð. Byggðarráð leggur áherslu á að við val á tillögu náist jafnvægi milli nýtingarmöguleika hússins til framtíðar og faglegs starfs.
Byggðarráð felur byggingarfulltrúa, sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir sjónarmiðum hagaðila á tillögum A og D og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt
 
7. Styrkbeiðni - Skjólbrekka - 2406002
Lagt fram bréf frá Guðrúnu Tryggvadóttur dags. 3. júní sl. fyrir hönd Svartárkots menningar- og náttúru. Þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna námskeiðs sem fram fer í Skjólbrekku.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt eða niðurfellingu á leigu.
Samþykkt
 
8. Ósk um niðurfellingulækkun á húsaleigu - Útskriftarhópur FL - 2406005
Huginn Ási Sigurðsson f.h. útskriftarhóps nemenda við Framhaldsskólann á Laugum óskar eftir lækkun/niðurfellingu á húsaleigu á Breiðumýri í tengslum við bingó sem hópurinn hélt 1. maí sl.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðni um afslátt eða niðurfellingu á leigu. Byggðarráð samþykkir að veita útskriftarhópi nemenda við Framhaldsskólann á Laugum styrk að upphæð 30 þúsund kr.
Samþykkt
 
9. Brunavarnir - Bifreið brunavarna - 2406017
Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra og varaslökkviliðsstjóra vegna kaupa á bifreið fyrir Brunavarnir Þingeyjarsveitar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að kaupum á bifreið fyrir brunavarnir verði frestað.
Lagt fram
 
10. Lögræðislög - 925. mál - 154. löggjafaþing - 2405029
Lagt fram bréf frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem nefndin sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl. 925. mál, umsagnarfrestur var til og með 27. maí sl.
Kynnt
 
11. Tekjustofnar sveitarfélaga(gjaldfrjálsar skólamáltíðir) - 1114. mál - 154. löggjafarþing - 2405046
Lagt fram bréf frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem nefndin sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál með umsagnarfresti til og með 31. maí nk.
Kynnt
 
12. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030 - þingsályktun mál 1036 - 2405053
Lagt fram bréf frá atvinnuveganefnd Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og áðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál með umsagnarfresti til og með 5. júní nk.
Kynnt
 
13. Hvítbók í málefnum innflytjenda - boð um þátttöku í samráði - 2405060
Lagt fram bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 109/2024 - "Hvítbók í málefnum innflytjenda". Umsagnafrestur er til og með 21. júní nk.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í fræðslu- og velferðarnefnd.
Samþykkt
 
14. Aðalfundur 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga - 2405051
Lagt fram boð á aðalfund Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sem haldinn verður 30. maí nk.
Kynnt
 
 
Fundi slitið kl. 12:00.