Varaformaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 4 lið. samkomulag um húsnæðisuppbyggingu. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Aflið - samstarfssamningur - 2406000
Lagt fram bréf frá Aflinu dags. 3. júní sl. þar sem óskað er eftir samstarfi um stuðning við starfsemi Aflsins á Húsavík.
Byggðarráð þakkar erindið og lítur það jákvæðum augum. Í fjárhagsáætlun 2024 var gert ráð fyrir styrk til Aflsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með fulltrúum Aflsins að loknu sumarleyfi. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
Lagt fram
2. Hólsvirkjun og Árskógsvirkjun - skoðunarferð - 2406009
Lagt fram bréf frá Eflu verkfræðistofu þar sem Arctic Hydro býður helstu umsagnaraðilum og leyfisveitendum í skoðunarferð í Hólsvirkjun í ágúst nk.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Knútur Emil Jónasson verði fulltrúi Þingeyjarsveitar.
Samþykkt
3. Flugklasinn Air 66N - erindi frá Markaðsstofu Norðurlands - 2406029
Lagt fram bréf frá Flugklasanum þar sem farið er yfir stöðu verkefnisins. Kynntar eru fimm sviðsmyndir sem sveitarfélögin eru beðin um að taka afstöðu til.
Byggðarráð tekur mikilvægt að starfsemi flugklasans haldi áfram í einhverri mynd enda hefur verkefnið skilað miklum ávinningi nú þegar í Þingeyjarsýslu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að málefni flugklasans verði rædd frekar á vettvangi landshlutasamtakanna áður en tekin verði ákvörðun um endanlegt fyrirkomulag.
Lagt fram
4. Samkomulag um húsnæðisuppbyggingu - HMS - 2406037
Lögð fram drög að samkomulagi við innviðaráðuneytið og HMS um aukið framboð íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu á tímabilinu 2024-2029.
Byggðarráð fagnar framlögðum drögum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir sveitarstjórn.
Lagt fram
Fundi slitið kl. 10:45.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.