27. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

19.09.2024

27. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 19. september kl. 13:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Dagskrá:
 
1. Aflið - 2406000
Erla Hrönn Unnsteinsdóttir og Bryndís Símonardóttir komu til fundar og fór yfir starfsemi Aflsins og möguleika á samstarfi við Þingeyjarsveit.
Byggðarráð þakkar Erlu Hrönn og Bryndísi fyrir komuna og gagnlegar upplýsingar um starfssemi Aflsins á Norðurlandi. Sveitarstjóra er falið að skoða frekari möguleika á samstarfi við Aflið.
Samþykkt
 
2. Umhverfis- og framkvæmdasvið - 2409022
Ingimar Ingimarsson kom til fundar og fór yfir stöðu framkvæmda á sviðinu.
Byggðarráð þakkar Ingimar fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar um framkvæmdir sem voru á framkvæmdaáætlun ársins.
Samþykkt samhljóða.
 
Eyþór Kári Ingólfsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að þessi yfirferð eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála.
 
3. Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016
Fyrir byggðarráði liggur minnisblað frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2025. Margrét Hólm kom til fundar og fór yfir minnisblaðið.
Byggðarráð þakkar Margréti Hólm greinargóða yfirferð.
Kynnt
 
4. Afskriftir tapaðra krafna - 2409025
Fyrir byggðarráði liggur listi yfir kröfur þar sem innheimtuaðgerðum hefur verið hætt. Búið er að færa varúðarafskriftir vegna þessara krafna og hafa þær því ekki áhrif á rekstur ársins.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að ógreiddar kröfur frá Hitaveitu Reykjahlíðar að upphæð 42.198.327 verði afskrifaðar og færist sú upphæð á málaflokk 42 - lykla 32990 og 63460
og ógreiddar kröfur vegna fasteignagjalda að uppæð kr. 1.863.277 verði afskrifaðar og færist á málaflokk 29 lykil - 32990
 
Samþykkt
 
5. RECET - ósk um samstarf - 2409020
Lagt fram bréf frá Eimi og SSNE dags. 4. sept. sl.
Eimur og SSNE taka þátt í RECET verkerfninu sem snýst um að efla getu sveitarfélaganna til að takast á við orkuskipti í dreifðum byggðum. Markmiðið er að hvert sveitarfélag hafi í höndunum raunhæfa aðgerðaáætlun til að hraða þessari þróun, enda er það í samræmi við
stefnumörkun ríkis og sveitar í þessum málum. Óskað er eftir formlegu samþykki allra sveitarfélaga innan SSNE til þátttöku í vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í orkuskiptum, fyrir hvert og eitt sveitarfélag.
Byggðarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í samstarf í RECET verkefninu og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið og hlutverk sveitarfélagsins í því.
Samþykkt
 
6. Beiðni um samning um þyrluskíðun í landi Þingeyjarsveitar - 2409003
Lagt fram bréf frá Jóhanni H. Hafstein framkvæmdastjóra Viking Heliskiing þar sem óskað er eftir samningi við Þingeyjarsveit um þyrluskíðun í landi sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar erindið. Sveitarfélagið hefur ekki sett markað sér stefnu hvað varðar notkun lendna sveitarfélagsins í fjallaskíðamennsku. Fyrir liggur að vinna þarf heildarstefnumótun í ferðaþjónustu fyrir svæðið og er sú vinna að hefjast. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu erindisins verði frestað þar til sú stefnumörkun liggur fyrir.
Samþykkt
 
7. Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda - 2409037
Lagt fram bréf frá Félagi sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjasýslu þar sem óskað er eftir styrk vegna hrútasýningar félagsins árið 2024.
Byggðarráð beinir erindinu til íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar sem auglýsir styrki til menningarstarfs.
Samþykkt
 
8. Kálfaströnd - girðingar - 2305041
Lagt fram bréf frá Halldóri Þorláki Sigurðssyni er varðar girðingar á Kálfaströnd.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
Samþykkt
 
9. Arctic Challenge félagasamtök - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2409030
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi umsókn Arctic Challenge, félagasamtaka kt. 611221-1930 um tækifærisleyfi til áfengisveitinga að Ýdölum 27. september og 28. september 2024.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd um umbeðið leyfi og vísar því til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 11:00.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.