28. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

03.10.2024

28. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 03. október kl. 13:00

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
 
1. Tröllasteinn ehf. - aðalfundur 2023 - 2409059
Lagt fram boð á aðalfund Tröllasteins ehf. sem haldinn verður mánudaginn 21. október á Laugum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að kanna hug núverandi fulltrúa sveitarfélagsins til áframhaldandi stjórnarsetu.
Samþykkt
 
2. Héraðssamband Þingeyinga - ósk um rekstrarstyrk - 2409061
Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Þingeyinga þar sem óskað er eftir endurnýjun á rekstrarsamningi við Þingeyjarsveit. Jafnframt óskar framkvæmdastjóri eftir fundi með fulltrúum sveitarstjórnar til að fara yfir málefni sambandsins í ljósi breyttra rekstrarforsendna.
Byggðarráð þakkar HSÞ erindið og tekur jákvætt í endurnýjun samnings við HSÞ. Byggðarráð felur sveitarstjóra og fulltrúa sveitarstjórnar að funda með framkvæmdastjóra HSÞ og í framhaldi að leggja fram tillögu að nýjum rekstrarsamningi fyrir byggðarráð.
Samþykkt
 
3. Umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar - 2409055
Lögð fram tvö tilboð í gerð umferðaöryggisáætlunar fyrir Þingeyjarsveit.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ganga til samninga við Eflu á grundvelli tilboðs að upphæð 3.952 þús. kr. án vsk.
Á fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir 1,5 milljón króna í gerð umferðaröryggisáætlunar. Í ljósi umfangsmikillar vinnu er kostnaðurinn talsvert meiri og vísar byggðarráð mismuninum til fjárhagsáætlunargerðar 2025.
Samþykkt
 
4. Hellir við Jarðböðin - framlenging á lokun - 2409064
Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir framlengingu á tímabundinni lokun á helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í ljósi viðkvæmni jarðmyndana sem þar hafa fundist. Þann 17. apríl sl. staðfesti ráðherra framlengingu á lokuninni til 19. október nk. meðan á lokuninni stóð átti að vinna að friðlýsingu hellisins.
 
Vinna við friðlýsingu hellisins er hafin en ljóst er á þörf er á lengri tíma en til 19. október til að klára þá vinnu. Telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að lokun hellisins verði framlengd um sex mánuði eða til 19. apríl 2025 vegna verulegrar hættu á tjóni.
 
Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn og samráði varðandi framlengingu lokunar fyrir lok dags 7. október nk.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við framlengingu á lokun hellisins við Jarðböðin í Mývatnssveit.
Samþykkt
 
5. Öruggara Norðurland eystra - drög að samstarfsyfirlýsingu - 2409066
Lagt fram erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, beiðni um þátttöku í formlegu samstarfi og svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir merkjunum Öruggara Norðurland eystra.
Byggðarráð samþykkir fyrir hönd sveitarfélagsins þátttöku í formlegu samstarfi og svæðisbundnu samráði um varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum undir merkjunum Öruggara Norðurland eystra.
Samþykkt
 
6. Samstarfssamningur - Mývatnsstofa - 2311029
Lagt fram bréf frá Úllu Árdal framkvæmdastjóra Mývatnsstofu þar sem hún óskar eftir endurskoðun á samstarfssamningi Mývatnsstofu og Þingeyjarsveitar. Sveitarstjóri og oddviti hafa fundað með fulltrúum Mývatnsstofu þar sem farið var yfir reynslu af samstarfinu og voru aðilar sammála um að samstarfið hafi gengið vel og árangur samstarfsins orðið til aukins sýnileika sveitarfélagsins bæði inn á við og út á við.
Mývatnsstofa óskar eftir að árleg samningsupphæð hækki úr 10 milljónum í 15 milljónir og taki endurskoðaður samningur gildi um áramót og verði til þriggja ára.
Byggðarráð leggur til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar 2025.
Samþykkt
 
7. Víðtækar rafmagnstruflanir 2. október - 2410011
Í gær 2. október varð víðtæk rafmagnstruflun á stórum hluta landsins. Komið hefur í ljós að mikið tjón virðist hafa orðið í Mývatnssveit vegna yfirspennu sem skemmdi rafmagnsbúnað og tæki.
 
Fulltrúar sveitafélagsins voru í gær og dag í samskiptum við fulltrúa RARIK um stöðuna og var upplýsingum miðlað til íbúa eftir því sem þær bárust og munu halda því áfram eftir því sem þörf er á.
 
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir að svona alvarlegur atburður eigi sér stað og óskar eftir við RARIK að fá skýringar á því hvað fór úrskeiðis, sér í lagi í Mývatnssveit, og hvernig verður brugðist við til að svona atburðir endurtaki sig ekki.
Samþykkt
 
8. Héraðssamband Þingeyinga - ársskýrsla 2024 - 2409062
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðssambands Þingeyinga.
Lagt fram
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 14:15.
 
 
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.