29. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

17.10.2024

29. fundur

Byggðarráð

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 17. október kl. 13:30

Fundarmenn

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Knútur Emil Jónasson

Eyþór Kári Ingólfsson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1.

Nýtt nafn á stjórnsýsluhús á Laugum - 2308010

 

Í júlí sl. var auglýst eftir tillögum að nafni á nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Frestur til að senda inn tillögur rann út 15. ágúst sl.

 

Yfir 60 tillögur bárust um nýtt nafn á stjórnsýsluhúsið. Byggðarráð felur sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra og Höskuldi Þráinssyni professor emeritus að yfirfara innkomnar tillögur og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn.

 

Samþykkt

 

   

2.

Hlíðavegur 6 - úttekt - 2404045

 

Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna með niðurstöum úr myndun lagna að Hlíðarvegi 6 sem og niðurstöðu skoðunar á grunni hússins.

 

Í ljósi ástands hússins telur byggðarráð að það svari ekki kostnaði að fara í umfangsmiklar viðgerðir á þeim hluta sem verst er farinn (viðbygging og eldra hús). Því leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að sá hluti hússins verði ekki nýttur áfram.
Viðræður eru hafnar við Dvalarheimili aldraðra um að nýta lóðina til uppbyggingar búsetturéttaríbúða fyrir 60 ára og eldri og aðstöðu fyrir félagsstarf.

Byggðarráð felur jafnframt sveitarstjóra að láta kostnaðargreina viðgerðir í nýrri hluta hússins (Mikley) og skilja þann hluta frá.

 

Samþykkt

 

   

3.

Beiðni um styrk til kaupa á snjótroðara - 2410020

 

Lagt fram bréf frá Úllu Árdal fyrir hönd Ungmennafélagsins Bjarma þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á snjótroðara fyrir skíðaspor í Vaglaskógi.

 

Byggðarráð þakkar erindið og fagnar frumkvæði Bjarma í að byggja upp útivistaparadís í Vaglaskógi fyrir gönguskíðafólk og aðra útivistaunnendur. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

Lagt fram

 

   

4.

Anna Dagbjört Andrésdóttir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi - Slægjufundur - 2410007

 

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi umsókn Önnu Dagbjartar Andrésdóttur kt. 310395-2939, um tækifærisleyfi til árlegs Slægjuballs á fyrsta degi vetrar í Skjólbrekku í Mývatnssveit.

 

Byggðarráð gerir ekki athugasemd um umbeðið leyfi og vísar því til sveitarstjórnar til staðfestingar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Fyrirkomulag greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi og ruslabiðum - 2410004

 

Lagt fram til kynningar bréf frá Úrvinnslusjóði vegna fyrirkomulags greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi og úr ruslabiðjum árin 2023 og 2024.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 14:30.

 

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins