Fundargerð
Byggðarráð
17.10.2024
29. fundur
Byggðarráð
haldinn í Seiglu fimmtudaginn 17. október kl. 13:30
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eyþór Kári Ingólfsson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Nýtt nafn á stjórnsýsluhús á Laugum - 2308010 |
|
Í júlí sl. var auglýst eftir tillögum að nafni á nýju stjórnsýsluhúsi á Laugum. Frestur til að senda inn tillögur rann út 15. ágúst sl. |
||
Yfir 60 tillögur bárust um nýtt nafn á stjórnsýsluhúsið. Byggðarráð felur sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur fyrrverandi sveitarstjóra og Höskuldi Þráinssyni professor emeritus að yfirfara innkomnar tillögur og leggja tillögu fyrir sveitarstjórn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Hlíðavegur 6 - úttekt - 2404045 |
|
Lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni fasteigna með niðurstöum úr myndun lagna að Hlíðarvegi 6 sem og niðurstöðu skoðunar á grunni hússins. |
||
Í ljósi ástands hússins telur byggðarráð að það svari ekki kostnaði að fara í umfangsmiklar viðgerðir á þeim hluta sem verst er farinn (viðbygging og eldra hús). Því leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að sá hluti hússins verði ekki nýttur áfram. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Beiðni um styrk til kaupa á snjótroðara - 2410020 |
|
Lagt fram bréf frá Úllu Árdal fyrir hönd Ungmennafélagsins Bjarma þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á snjótroðara fyrir skíðaspor í Vaglaskógi. |
||
Byggðarráð þakkar erindið og fagnar frumkvæði Bjarma í að byggja upp útivistaparadís í Vaglaskógi fyrir gönguskíðafólk og aðra útivistaunnendur. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
Lagt fram |
||
|
||
4. |
Anna Dagbjört Andrésdóttir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi - Slægjufundur - 2410007 |
|
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra varðandi umsókn Önnu Dagbjartar Andrésdóttur kt. 310395-2939, um tækifærisleyfi til árlegs Slægjuballs á fyrsta degi vetrar í Skjólbrekku í Mývatnssveit. |
||
Byggðarráð gerir ekki athugasemd um umbeðið leyfi og vísar því til sveitarstjórnar til staðfestingar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Fyrirkomulag greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi og ruslabiðum - 2410004 |
|
Lagt fram til kynningar bréf frá Úrvinnslusjóði vegna fyrirkomulags greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi og úr ruslabiðjum árin 2023 og 2024. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 14:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins