Fundargerð
Byggðarráð
17.08.2023
3. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. ágúst kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Aðalskipulag - 2308006 |
|
Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta og Atli Steinn Sveinbjörnsson skipulagsfulltrúi komu til fundar og fóru yfir stöðuna á vinnu við aðalskipulag Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð þakkar Árna og Atla Steini fyrir greinargóða yfirferð. Gert er ráð fyrir að vinnslutillaga komi til umsagnar skipulagsnefndar og sveitarstjórnar um miðjan september. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Seigla - 2308010 |
|
Bjarni Reykjalín arkitekt og Rögnvaldur Harðarson komu til fundar og fóru yfir drög að breytingu á teikningum af Seiglu. |
||
Byggðarráð þakkar Bjarna og Rögnvaldi greinargóða yfirferð. |
||
Kynnt |
||
|
||
3. |
Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307031 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda. |
||
Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307032 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda. |
||
Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám - 2307031 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 15. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélaga undirrituðu árið 2011 um framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda. |
||
Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. gr. reglna um framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda frá árinu 2011. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Fundargerðir - almannavarnarnefnd - 2308016 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar aðgerðastjórnar á svæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 11:00.