Fundargerð
Byggðarráð
05.12.2024
32. fundur
Byggðarráð
haldinn Í Þingey fimmtudaginn 05. desember kl. 13:30
Arnór Benónýsson
Gerður Sigtryggsdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Varaformaður setti fund og óskaði eftir að dagskrá sem 10 lið. Rekstarsamningur við HSÞ. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Reglur um sölu fasteigna Þingeyjarsveitar - 2410030 |
|
Lögð fram drög að reglum um sölu fasteigna Þingeyjarsveitar. |
||
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og vísar þeim til sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Kjarni - mat á eignarhlut sveitarfélagsins - 2411021 |
|
Lagt fram verðmat á eignarhluta Þingeyjarsveitar í Kjarna. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórnar að sveitarstjóra verið falið að vinna að sölu eignarhluta Þingeyjarsveitar í Kjarna. Sparisjóður Suður Þingeyinga á 3/4 hluta í Kjarna og hefur lýst áhuga á að kaupa eignarhlut sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Verðmat á húseignum - 2412002 |
|
Lagt fram til kynningar verðmat á fjórum eignum í eigu sveitarfélagsins. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og beinir því til sveitarstjórar að hefja sölu eigna úr eignasafni sveitarfélagsins. |
||
|
||
4. |
Leigufélagið Bríet ehf. - samstarf - 2311091 |
|
Á 9. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að óska eftir viðræðum um mögulegt samstarf við Bríeti um uppbyggingu íbúða í sveitarfélaginu. Á 21. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að leggja fram lista yfir valdar íbúðir til skoðunar hjá Bríeti ehf. sem sveitarfélagið gæti lagt inn í mögulegt samstarf við Bríeti. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að fresta ákvörðun um að leggja íbúðir inn í Bríeti ehf. að sinni. |
||
|
||
5. |
Laugar - deiliskipulag - 2406042 |
|
Lögð fram tvö tilboð í deiliskipulag á Laugum. Efla ehf. að upphæð kr. 7.502 kr. m. vsk. og Landslag ehf. að upphæð kr. 7.365 kr. m.vsk. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verið til samninga við lægstbjóðanda, Landslag ehf., með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar við aðra umræðu en þar er gert ráð fyrir fjármagni til verkefnisins. Jafnframt er beðið eftir afgreiðslu ríkisvaldsins á beiðni sveitarfélagsins um kaup á landi á Laugum. |
||
|
||
6. |
Laugaskóli 1925 - 2025 - erindi frá afmælisnefnd - 2411001 |
|
Lögð fram styrkbeiðni frá afmælisnefnd Laugaskóla en skólinn fagnar 100 ára afmæli á árinu 2025 og hefur afmælisnefnd verið skipuð til að halda utan um hátíðahöldin. Áætlað er að afmælishátíð verði fyrsta vetrardag en skólinn var settur á þeim degi 1925. Nokkur verkefni eru fyrirhuguð í tilefni afmælisins og er eitt af þeim bronsstyttugerð af pari sitjandi á bekk í fullri líkamsstærð og er áætlaður kostnaður við styttuna er 15,5 m.kr. Styrkbeiðninni er í raun beint til héraðsnefndarinnar vegna mikilla tengsla nefndarinna og skólans en nefndin rak hann í áratugi en í ljósi slita á héraðsnefnd er erindinu beint til sveitarfélaga á svæðinu. |
||
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en leggur til að fjármunir verði nýttir úr eignum Héraðsnefndar og leggur til við slitastjórn Héraðsnefndar að styrkja verkefnið sem gæti samsvarað 3 ára arðgreiðslna Skjálfandafljóts vegna Þingeyjar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni - 2411016 |
|
Lagt fram bréf frá Ingvari Vagnssyni dags. 13. nóvember sl. f.h. Félags eldri borgara í Þingeyjarsveit þar sem óskað er eftir ferðastyrk fyrir árið 2025. |
||
Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Okkar heimur - styrkbeiðni - 2410018 |
|
Lagt fram bréf frá Elínu Karlsdóttur f.h. Okkar heims þar sem óskað er eftir styrk til að halda fjöskyldusmiðjur á Akureyri. |
||
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Bjarmahlíð - styrkbeiðni - 2404010 |
|
Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir framlandi sveitarfélaga í umdæmi Lögreglustjórnas á Norðurlandi eystra fyrir rekstri þolendamiðstöðvarinnar fyrir árið 2025. |
||
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
||
10. |
HSÞ - rekstrarsamningur 2025-2027 - 2412005 |
|
Á 28. fundi byggðarráðs var sveitarstjórna og oddvita falið að funda með HSÞ vegna beiðni um nýjan rekstrarsamning og leggja fram tillögu að nýjum samningi fyrir byggðarráð. |
||
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
|
||
11. |
Fjárhagsáætlun 2024 - 2310007 |
|
Fyrir byggðarráði liggur útkomuspá fjárhagsáætlunar 2024. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 verði gert ráð fyrir sölu eigna fyrir allt að 200 m.kr. |
||
|
||
12. |
Vatnsveita Bollastöðum - samningur - 2412006 |
|
Lögð fram drög að samningi um kaup á vatnsveitu á Bollastöðum. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að gengið verið frá samningi við Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindalækjar. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 15:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.