4. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

07.09.2023

4. fundur

Byggðarráð

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 07. september kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Haraldur Bóasson
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Varaoddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 11. lið, Breytt fyrirkomulag forvarna. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands - 2307008

 

Lagt fram bréf frá stjórn Mývatnsstofu dags. 25.ágúst sl. varðandi tillögur að verkefnum á áfangastaðaáætlun Norðurlands.

 

Byggðaráð þakkar Mývatnsstofu fyrir tillögurnar og vísar þeim til atvinnumálanefndar til umsagnar.

 

Samþykkt

 

   

2.

Markaðsstofa Norðurlands - stuðningur við Flugklasann Air66N - 2210005

 

Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem lögð er fram fyrirspurn um styrk vegna ársins 2023.

 

Byggðarráð þakkar erindið. Í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans.

 

Samþykkt

 

   

3.

Stígamót styrkbeiðni - árið 2024 - 2309005

 

Lagt fram bréf frá Stígamótum dags. 30. ágúst sl. þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi Stígamóta árið 2024.

 

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2024.

 

Samþykkt

 

   

4.

Kastali í Skútahrauni - 2308046

 

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit dags. 29. ágúst sl. þar sem þau lýsa áhyggjum sínum vegna timburkastala sem er í niðurníðslu og stendur í móanum við endann á Skútahrauni í Reykjahlíð. Eignarhald á kastalanum er óljóst og óska foreldrar eftir því að kastalinn verði fjarlægður til að tryggja megi öryggi barna á svæðinu.

 

Byggðarráð þakkar erindið. Í ljósi þess að kastalinn stendur á skilgreindu leiksvæði samkvæmt deiliskipulagi og að eignarhald hans er óljóst felur byggðarráð sveitarstjóra að auglýsa eftir eiganda kastalans áður en aðrar ráðstafanir verða gerðar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Skattlagning orkuvinnslu - umsögn - 2308044

 

Lögð fram til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

 

Lagt fram

 

   

6.

Matarmál í Reykjahlíðarskóla - 2308040

 

Lagt fram bréf frá Hallgrími Páli Leifssyni dags. 28.ág sl. þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að ekki hafi tekist að ráða matráð í Reykjahlíðarskóla og nesta þurfi nemendur fyrstu skóladagana.

 

Byggðarráð þakkar erindið. Búið er að ráða matráð í Reykjahlíðarskóla sem hefur störf 1. október nk.
Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála hafa lagt mikla vinnu í að leita lausna fram að þeim tíma og nú er komin til starfa matráður sem verður fram til 1. október þegar nýr matráður kemur til starfa.

 

Samþykkt

 

   

7.

Mötuneyti - erindi - 2308039

 

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit þar sem þau koma á framfæri vonbrigðum vegna erfiðleika á mönnun matráðs fram til 1. október.

 

Byggðarráð þakkar erindið.
Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála hafa lagt mikla vinnu í að leita lausna við að brúa bilið. Ánægjulegt er að komin er til starfa matráður sem verður fram til 1. október þar til nýr matráður kemur til starfa.

 

Samþykkt

 

   

8.

Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2023 - 2212015

 

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá heimaþjónustu. Breytingin er einungis á upphæðum milli tekjuflokka, engar breytingar eru á gjöldum fyrir þjónustu.

 

Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

9.

Seigla - 2308010

 

Til fundar komu Bjarni Reykjalín arkitekt, Rögnvaldur Harðarson byggingarfulltrúi og Valþór Brynjarsson verkefnastjóri.

 

Farið var yfir teikningar af Seiglu og fyrirhugaðar framkvæmdir og möguleika á áfangaskiptingu.
Bjarni Reykjalín mun uppfæra teikningarnar samkvæmt tillögum byggðarráðs og fyrirhugað er að funda með starfsfólki um útfærslu á starfsaðstöðu.

Byggðarráð þakkar Bjarna, Rögnvaldi og Valþóri fyrir gagnlegan fund.

 

Samþykkt

 

   

10.

Aðalfundur samtaka orkusveitarfélaga 2023 - 2304019

 

Lagt fram boð á aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður með fjarfundabúnaði 19. september nk.

 

Byggðarráð leggur til að Knútur Emil Jónasson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

11.

Breytt fyrirkomulag forvarna - 2309020

 

Lagt fram bréf frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra dags. 31. ágúst sl. þar sem hún tilkynnir að vegna kröfu um niðurskurð hjá embættinu verði staða forvarnarfulltrúa lögð niður í núverandi mynd.

 

Byggðarráð harmar og mótmælir niðurskurði hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra sem bitnar á forvörnum og löggæslu.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 17:15.