Fundargerð
Byggðarráð
07.09.2023
4. fundur
Byggðarráð
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 07. september kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Haraldur Bóasson
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Varaoddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 11. lið, Breytt fyrirkomulag forvarna. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands - 2307008 |
|
Lagt fram bréf frá stjórn Mývatnsstofu dags. 25.ágúst sl. varðandi tillögur að verkefnum á áfangastaðaáætlun Norðurlands. |
||
Byggðaráð þakkar Mývatnsstofu fyrir tillögurnar og vísar þeim til atvinnumálanefndar til umsagnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Markaðsstofa Norðurlands - stuðningur við Flugklasann Air66N - 2210005 |
|
Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem lögð er fram fyrirspurn um styrk vegna ársins 2023. |
||
Byggðarráð þakkar erindið. Í fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir framlagi til Flugklasans. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Stígamót styrkbeiðni - árið 2024 - 2309005 |
|
Lagt fram bréf frá Stígamótum dags. 30. ágúst sl. þar sem óskað er eftir framlagi til starfsemi Stígamóta árið 2024. |
||
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2024. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Kastali í Skútahrauni - 2308046 |
|
Lagt fram bréf frá foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit dags. 29. ágúst sl. þar sem þau lýsa áhyggjum sínum vegna timburkastala sem er í niðurníðslu og stendur í móanum við endann á Skútahrauni í Reykjahlíð. Eignarhald á kastalanum er óljóst og óska foreldrar eftir því að kastalinn verði fjarlægður til að tryggja megi öryggi barna á svæðinu. |
||
Byggðarráð þakkar erindið. Í ljósi þess að kastalinn stendur á skilgreindu leiksvæði samkvæmt deiliskipulagi og að eignarhald hans er óljóst felur byggðarráð sveitarstjóra að auglýsa eftir eiganda kastalans áður en aðrar ráðstafanir verða gerðar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Skattlagning orkuvinnslu - umsögn - 2308044 |
|
Lögð fram til kynningar umsögn Samtaka orkusveitarfélaga til starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. |
||
Lagt fram |
||
|
||
6. |
Matarmál í Reykjahlíðarskóla - 2308040 |
|
Lagt fram bréf frá Hallgrími Páli Leifssyni dags. 28.ág sl. þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af því að ekki hafi tekist að ráða matráð í Reykjahlíðarskóla og nesta þurfi nemendur fyrstu skóladagana. |
||
Byggðarráð þakkar erindið. Búið er að ráða matráð í Reykjahlíðarskóla sem hefur störf 1. október nk. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Mötuneyti - erindi - 2308039 |
|
Lagt fram bréf frá foreldrafélagi skólanna í Mývatnssveit þar sem þau koma á framfæri vonbrigðum vegna erfiðleika á mönnun matráðs fram til 1. október. |
||
Byggðarráð þakkar erindið. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2023 - 2212015 |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá heimaþjónustu. Breytingin er einungis á upphæðum milli tekjuflokka, engar breytingar eru á gjöldum fyrir þjónustu. |
||
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Seigla - 2308010 |
|
Til fundar komu Bjarni Reykjalín arkitekt, Rögnvaldur Harðarson byggingarfulltrúi og Valþór Brynjarsson verkefnastjóri. |
||
Farið var yfir teikningar af Seiglu og fyrirhugaðar framkvæmdir og möguleika á áfangaskiptingu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Aðalfundur samtaka orkusveitarfélaga 2023 - 2304019 |
|
Lagt fram boð á aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður með fjarfundabúnaði 19. september nk. |
||
Byggðarráð leggur til að Knútur Emil Jónasson fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Breytt fyrirkomulag forvarna - 2309020 |
|
Lagt fram bréf frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra dags. 31. ágúst sl. þar sem hún tilkynnir að vegna kröfu um niðurskurð hjá embættinu verði staða forvarnarfulltrúa lögð niður í núverandi mynd. |
||
Byggðarráð harmar og mótmælir niðurskurði hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra sem bitnar á forvörnum og löggæslu. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 17:15.