Fundargerð
Byggðarráð
20.09.2023
5. fundur
Byggðarráð
haldinn í gegnum fjarfundarbúnað miðvikudaginn 20. september kl. 14:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Arnór Benónýsson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Formaður setti fund og óskað eftir að taka á dagskrá rekstraryfirlit fyrstu 7 mánuði ársins. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Beiðni um breytingu á samning - Hólsvirkjun - 2309059 |
|
Lagt er fyrir erindi frá erindi frá Arctic Hydro þar sem óskað er eftir samþykki landeigenda að Hólsvirkjun að grein 14.2. verði felld út úr samningi við landeigendur. Grein 14.2. hljóðar svo: "Ef framkvæmdaraðili hyggst selja virkjunina eða hluti sína um félag um virkjunina skulu landeigendur hafa forkaupsrétt að slíku í 3 mánuði. Að þeim tíma loknum skal framkvæmdaraðila heimilt að selja öðrum virkjunina eða hluti sína um félag í virkjuninni og skal við slíka sölu meðal annars gætt að ákvæðum laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna." |
||
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingum á samningnum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Styrkur til fráveituframkvæmda - 2023 - 2309047 |
|
Umsókn Þingeyjarsveitar um styrk til fráveituframkvæmda á árinu 2023 hefur verið samþykkt. Fyrirhugað er að nýta styrkinn til úttektar á fráveitumálum í sveitarfélaginu. Styrkfjárhæðin nemur um 30% af staðfestum heildarkostnaði vegna framkvæmda á árinu. |
||
Kynnt |
||
|
||
3. |
Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga 2024-2027 - forsendur - 2308043 |
|
Lagt er fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2024-2026 |
||
Lagt fram |
||
|
||
4. |
Slægjufundur 2023 - 2309001 |
|
Lagt fram bréf frá Huldu Maríu Þorláksdóttur þar sem hún vekur athygli á komið sé að hennar svæði í skipulagningu Slæjufundar. |
||
Lagt fram |
||
|
||
5. |
Kvíhólsmýri 1B, slökkvistöð - 2304001 |
|
Lagt fram til kynningar skilamat byggingastjóra fyrir slökkvistöðina Kvíhólsmýri. |
||
Lagt fram |
||
|
||
6. |
Áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal - 2309098 |
|
Þann 11.9. sl. sátu sveitarstjóri og sveitarstjórnarfulltrúar ásamt sveitarstjórnarfólki Norðurþings fund með þingmönnum kjördæmisins þar sem óskað var eftir tímabundnum ríkisstyrk að fjárhæð 15 m.kr. á mánuði í 8 mánuði til að tryggja áframhaldandi áætlunarflug Ernis á milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Sveitarstjóri og sveitarstjórnarfulltrúar fylgja málinu eftir. |
||
Byggðaráð Þingeyjarsveitar tekur heilshugar undir bókun Byggðarráðs Norðurþings og gerir að sinni: „Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að reglulegt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal haldi áfram. Flugið skipar mikilvægan sess í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem framundan er með tilkomu Grænna Iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar, landeldi á svæðinu og ferðaþjónustu sem er ein stærsta atvinnugreinin á svæðinu. Enn fremur er flugið mikilvægt fyrir íbúa sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, s.s. heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnusóknar. Byggðarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að veita tímabundinn styrk svo að áætlunarflug til Húsavíkurflugvallar leggist ekki niður.“ |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Skógarreitir og græn svæði innan byggðar - 2309097 |
|
Lögð er fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands þar sem sveitarfélögin eru hvött til að huga sérstaklega að verndun og varðveislu skógarreita, trjálunda og grænna svæða innan byggðar og í næsta nágrenni. Það er vanmetið hvað græn svæði hafa mikla þýðingu fyrir lífsgæði allra landsmanna, bæta skjól í og við þéttbýli, hvetja til útiveru, fjölskyldusamveru og stuðla að bættri geðheilsu. Jafnframt eru mikil verðmæti fólgin í grænum svæðum, bæði í trjánum sjálfum sem og þeim áhrifum sem þau hafa á nærsamfélagið. Bæði sveitarfélög og íbúar njóta góðs af því. Enn fremur er kolefnisbinding trjágróðurs mikilvæg mótvægisaðgerð í loftslagsmálum. |
||
Lagt fram |
||
|
||
8. |
Kynningarfundur um jafnréttismál sveitarfélaga - 2309093 |
|
Lagt fram til kynningar fundarboð frá Jafnréttisstofu um jafnréttismál sveitarfélaga |
||
Lagt fram |
||
|
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lagt fram |
||
|
||
10. |
Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 288. fundar stjórnar Norðurorku hf. |
||
Lagt fram |
||
|
||
11. |
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2023 - 2309099 |
|
Lagt fram til kynningar drög að rekstraryfirliti fyrstu 7 mánaða ársins. |
||
Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri kom til fundar og fór yfir 7 mánaða rekstraryfirlit. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 15:30.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.