Fundargerð
Byggðarráð
10.11.2023
8. fundur
Byggðarráð
haldinn á Stéttinni Húsavík föstudaginn 10. nóvember kl. 00:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Dagskrá:
1. |
Seigla - 2308010 |
|
Lagt fram tilboð á uppsteypu á lyftustokk og tengingu við eldra hús. |
||
Byggðarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita samning með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdanna. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði - félagsþjónusta - 2310061 |
|
Norðurþing og innviðaráðuneytið hafa unnið að yfirferð samnings um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu og er samningurinn hér lagður fram til staðfestingar. |
||
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri ábendingum byggðarráðs vegna samningsins og frestar staðfestingu á samningnum. |
||
Frestað |
||
|
||
3. |
Staða fjárhagsáætlunar 2024 - 2310007 |
|
Lagt er fram tillaga að forsendum vegna fjárhagsáætlunar 2024. Nú hafa sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fundað með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins og farið yfir núverandi stöðu og áherslur í fjárhagsáætlun næsta árs. Unnið er að útkomuspá og verða vinnufundir sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar haldnir á næstunni. |
||
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi forsendur verði samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar: |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni og HSAM - 2310057 |
|
Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Þingeyjarsveit þar sem forsvarsmenn félagsins óska Þingeyjarsveit til hamingju um að vera Heilsueflandi samfélag. Jafnframt er óskað eftir að kannað verði með möguleika á að koma á hreyfingu fyrir eldri borgara í Þingeyjarsveit. |
||
Byggðarráð þakkar félagi eldri borgara í Þingeyjarsveit fyrir erindið og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða möguleika á hreyfingu fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Niðurfelling af vegaskrá - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Lundarvegar nr. 8636-01 af vegaskrá - 2310055 |
|
Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 20. október sl. þar sem tilkynnt er um niðurfellingu hluta Lundarvegar nr. 8636-01 af vegaskrá. |
||
Lagt fram |
||
|
||
6. |
Vetrarmiðstöð Íslands - 2311014 |
|
Lagt fram bréf, dags. 2. nóvember sl., frá formanni stjórnar Vetraríþróttarmiðstöðvar Íslands þar sem óskað er eftir viðhorfi sveitarfélagsins til þátttöku að þróun starfsemi miðstöðvarinnar. |
||
Byggðarráð tekjur jákvætt í erindið og er sveitarfélagið tilbúið til að koma að endurskilgreiningu og þróun starfseminnar. |
||
|
||
7. |
Dvalarheimili aldraðra - starfsemi - 2311015 |
|
Lagt fram erindi til aðildarsveitarfélaga Dvalarheimilis aldraðra sf. þar sem kallað er eftir stefnu eiganda er varðar framtíðarskipulag þjónustu við eldri borgara á starfssvæði félagsins. |
||
Byggðarráð þakkar erindið. Málefni eldra fólks eru í skoðun innan sveitarfélagsins með það að markmiði að bæta þjónustuna. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindi þetta verði skoðað samhliða þeirri vinnu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038 |
|
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 290. og 291. fundar stjórnar Norðurorku frá 17. og 23. október sl. |
||
Lagt fram |
||
|
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október sl. |
||
Lagt fram |
||
|
||
10. |
Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir - 2206048 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 1. nóvember sl. |
||
Lagt fram |
||
|
||
11. |
Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2211037 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27. október sl. |
||
Lagt fram |
||
|
||
12. |
Starfshópur um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélaga - 2303010 |
|
Lagðar fram fundargerðir 2. og 3. fundar starfshóps um greiningu á áhættu og áfallaþoli Þingeyjarsveitar ásamt þeirri greiningu sem hefur verið unnin. |
||
Lagt fram |
||
|
||
13. |
Flugklasinn - stöðuskýrsla - 2310056 |
|
Lögð fram stöðuskýrsla Flugklasans Air66N frá 1. maí-25. október 2023. |
||
Lagt fram |
||
|
Fundi slitið kl. 15:45.
Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.