8. fundur

Fundargerð

Byggðarráð

10.11.2023

8. fundur

Byggðarráð

haldinn á Stéttinni Húsavík föstudaginn 10. nóvember kl. 00:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Jóna Björg Hlöðversdóttir 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Dagskrá:

 

1.

Seigla - 2308010

 

Lagt fram tilboð á uppsteypu á lyftustokk og tengingu við eldra hús.

 

Byggðarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að undirrita samning með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmdanna.

 

Samþykkt

 

   

2.

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði - félagsþjónusta - 2310061

 

Norðurþing og innviðaráðuneytið hafa unnið að yfirferð samnings um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu og er samningurinn hér lagður fram til staðfestingar.

 

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri ábendingum byggðarráðs vegna samningsins og frestar staðfestingu á samningnum.

 

Frestað

 

   

3.

Staða fjárhagsáætlunar 2024 - 2310007

 

Lagt er fram tillaga að forsendum vegna fjárhagsáætlunar 2024. Nú hafa sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fundað með forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins og farið yfir núverandi stöðu og áherslur í fjárhagsáætlun næsta árs. Unnið er að útkomuspá og verða vinnufundir sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar haldnir á næstunni.

 

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að eftirfarandi forsendur verði samþykktar við gerð fjárhagsáætlunar:

Fullnýting á útsvari skv. lögum eða 14,74% sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Fasteignaskattur verði óbreyttur frá fyrra ári.
Gjaldskrár sveitarfélagsins hækki almennt um 7,5% í samræmi við verðlagsþróun.

Byggðarráð samþykkir framlagðar forsendur fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni og HSAM - 2310057

 

Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara í Þingeyjarsveit þar sem forsvarsmenn félagsins óska Þingeyjarsveit til hamingju um að vera Heilsueflandi samfélag. Jafnframt er óskað eftir að kannað verði með möguleika á að koma á hreyfingu fyrir eldri borgara í Þingeyjarsveit.

Í erindinu óskar félagið að endurnýja styrkumsókn vegna ferðastyrks fyrir árið 2024 en sveitarfélagið hefur styrk félagið um árabil.

 

Byggðarráð þakkar félagi eldri borgara í Þingeyjarsveit fyrir erindið og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða möguleika á hreyfingu fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.
Jafnframt vísar byggðarráð styrkbeiðni félags eldri borgara í Þingeyjarsveit til fjárhagsáætlunargerðar.

 

Samþykkt

 

   

5.

Niðurfelling af vegaskrá - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Lundarvegar nr. 8636-01 af vegaskrá - 2310055

 

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 20. október sl. þar sem tilkynnt er um niðurfellingu hluta Lundarvegar nr. 8636-01 af vegaskrá.

 

Lagt fram

 

   

6.

Vetrarmiðstöð Íslands - 2311014

 

Lagt fram bréf, dags. 2. nóvember sl., frá formanni stjórnar Vetraríþróttarmiðstöðvar Íslands þar sem óskað er eftir viðhorfi sveitarfélagsins til þátttöku að þróun starfsemi miðstöðvarinnar.

 

Byggðarráð tekjur jákvætt í erindið og er sveitarfélagið tilbúið til að koma að endurskilgreiningu og þróun starfseminnar.

 

   

7.

Dvalarheimili aldraðra - starfsemi - 2311015

 

Lagt fram erindi til aðildarsveitarfélaga Dvalarheimilis aldraðra sf. þar sem kallað er eftir stefnu eiganda er varðar framtíðarskipulag þjónustu við eldri borgara á starfssvæði félagsins.

 

Byggðarráð þakkar erindið. Málefni eldra fólks eru í skoðun innan sveitarfélagsins með það að markmiði að bæta þjónustuna. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindi þetta verði skoðað samhliða þeirri vinnu.

 

Samþykkt

 

   

8.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 290. og 291. fundar stjórnar Norðurorku frá 17. og 23. október sl.

 

Lagt fram

 

   

9.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október sl.

 

Lagt fram

 

   

10.

Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir - 2206048

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 1. nóvember sl.

 

Lagt fram

 

   

11.

Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2211037

 

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 27. október sl.

 

Lagt fram

 

   

12.

Starfshópur um greiningu á áhættu og áfallaþoli sveitarfélaga - 2303010

 

Lagðar fram fundargerðir 2. og 3. fundar starfshóps um greiningu á áhættu og áfallaþoli Þingeyjarsveitar ásamt þeirri greiningu sem hefur verið unnin.

 

Lagt fram

 

   

13.

Flugklasinn - stöðuskýrsla - 2310056

 

Lögð fram stöðuskýrsla Flugklasans Air66N frá 1. maí-25. október 2023.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 15:45.

Fyrirvari:
Athugið að afgreiðslur nefnda þarfnast almennt staðfestingar sveitarstjórnar, nema í þeim tilfellum þar sem nefnd hefur verið veitt heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í samþykktum sveitarfélagsins.