52. fundur

Fundargerð

Félags- og menningarmálanefnd

17.11.2016

52. fundur

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. nóvember kl. 00:00

Fundarmenn

Heiða Guðmundsdóttir
Hildur Rós Ragnarsdóttir
Jón Þórólfsson
Ingibjörg Lukka Stefánsdóttir í fjarveru Ingvars Vagnssonar
Ari Heiðmann Jósavinsson

Starfsmenn

Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri,  sat fundinn undir 2. lið

Fundargerð ritaði: Hildur Rós Ragnarsdóttir

Dagskrá

  1. Fundur settur og fundargerð síðasta fundar lesin
  2. Fjárhagsáætlun 2017. Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri sat fundinn undir 2. lið.
  3. Gjaldskrár.
  4. Frístundakort
  5. Jafnréttismál

 

Fundargerð

1. Heiða Guðmundsdóttir setur fundinn og les fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt.

2. Fjárhagsáætlun 2017:

Lagðar fram tillögur að fjárhagsáætlun 2017, fyrir málaflokkana sem undir nefndina heyra. Bókhaldsliðir 6050 æskulýðs- og íþrótttamál, 5020 menningarmál, 2010 félagsmál. Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri leiddi nefndina í gegnum fjáthagsáætlun og svaraði spurningum.

3. Gjaldskrár.

    1. Gjaldskrár fyrir heimaþjónustu lögð fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin sé óbreytt. En gjaldskráin tekur mið af vísitölu neysluverðs og er uppfærð samkvæmt því í janúar.
    2. Gjaldskrár fyrir vinnuskóla lögð fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin verði lögð niður.
    3. Gjaldskrár fyrir félagsheimili lögð fram. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin hækki um 5 %.
    4. Gjaldskrá sundlaugarinnar á Laugum. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin sé óbreytt.
    5. Gjaldskrá dagforeldra. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gjaldskráin fylgi gjaldskrár breytingum leikskóla.

4. Frístundakort

Nefndin leggur til við sveitastjón að tekin verði upp frístundakort fyrir ungmenni sveitarfélagsins, 17 ára og yngri (að því almanaksári sem 18 ára aldri er náð) að upphæð 10.000 kr. á barn. Markmiðið er að styðja við og hvetja til þátttöku barna í skipulögðu tómstundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

5. Jafnréttismál.

Umræður um jafnréttismál í sveitarfélaginu og hvernig best sé að auka umræðu og fræðslu. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að fengnir verði utanaðkomandi fyrirlesarar til að auka við jafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins og tekið verði tillit til þess í fjarhagsáætlanagerð fyrir næsta ár.

 

Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18.00