Fundargerð
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
29.08.2022
1. fundur
Fræðslu- og velferðarnefnd 2022-2026
haldinn í Ýdölum mánudaginn 29. ágúst kl. 14:30
Gunnhildur Hinriksdóttir
Sigurður Narfi Rúnarsson
Sigrún Jónsdóttir
Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Linda Björk Árnadóttir
Alma Dröfn Benediktsdóttir, Verkefnastjóri
Dagskrá:
Fromaður leggur til að Sigurður Narfi verði kosinn varaformaður fræðslu- og velferðarnefndar.
Samþykkt
Lagt til kynningar drög af erindisbréfi fræðslu- og velferðarnefndar.
Nefndin leggur til að bætt verði við samþykktina í 2.gr að auki sitji starfsmaður nefndarinnar fundinn og riti fundargerð.
Nefndin telur mikilvægt að áheyrnarfulltrúrar hafi möguleika á að koma inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað þegar verið er að ræða þeirra málefni.
7.gr að starfsmaður riti fundargerð.
8.gr að skýrt komi fram hvernig nefndarmenn afboða sig á fundi og kalli inn varamnn í sinn stað.
Samþykkt
Formðaur lagði fram tillögu að fundadagatali fyrir 2022-2023.
Lagt til kynningar minnisblað starfshóps undirbúningsstjórnar um skólastarf.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram
Verkefnastjóri kynnti starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa sem hóf störf í nýju sameinuðu sveitarfélagi í haust.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni að ráðið hefur verið í starf tómstunda- og æskulýðsfulltrúa fyrir sameinaðs sveitarfélags.
Lagt fram
Verkefnastjóri kynnti samvinnu Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla á unglingastigi.
Nefndin þakkar verkefnastjóra yfirferðina og lýsir yfir ánægju sinni með að samstarfið sé komið af stað.
Lagt fram
lagt fram bréf undirbúningsstjórn vegna sameiningar sveitarféalaganna þar sem farið var á leit við Norðurþing að endurskoðunarákvæði í samningum yrði virkjað í kjölfar sameiningarinnar og gengið til viðræðna um framtíðarfyrirkomulag á velferðar- og skólaþjónustu sveitarfélagsins. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa óskað eftir að Norðurþing sendi upplýsingar um fjölda og eðli mála í málaflokknum.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram
Verkefnið Menntasókn í norðri í samvinnu við Ásgarð ráðgjafaþjónustu hefur hlotið styrk úr Sprotasjóði upp á 1,9 mkr. Styrknum er ætlað að koma af stað þróunarverkefnum í skólamálum með það markmið að fara ótroðnar slóðir við sköpun framtíðarsýnar í sveitarfélaginu.
Nefndin er ánægð með að styrkur hafi fengist til verkefninsins og mun hann nýtast vel við þróun nýrrar skólastefnu og mótun framtíðarsýnar fyrir sveitarfélagið en mikilvægt er að sú vinna fari af stað sem fyrst.
Lagt fram
Óskað um aukna aukna þjónustu nemanda við Stórutjarnaskóla.
Nefndin hefur kynnt sér málið og er samþykk því að reynt verði eftir fremsta megni að koma á móts við þarfir nemandans.
Lagt fram
Lagt fram erindi félagsmálastjóra Norðurþings þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til að vera hluti af sameiginlegu öldungaráði. Formaður leggur til að Ingvar Vagnsson verði tilnefndur.
Nefndin samþykkir að fyrirkomulagið verði óbreytt að svo stöddu en jafnframt að athugað verði hvort grundvöllur sé fyrir skipan öldungaráðs í sveitarfélaginu. Nefndin samþykkir að Ingvar Vagnsson verði tilnefndur fulltrúi Þingeyjarsveitar í ráðið.
Í erindi frá Norðurþingi er óskað eftir afstöðu Þingeyjarsveitar til þess að notendaráð í málefnum fatlaðs fólks verði óbreytt.
Nefndin leggur til að fyrirkomulagið verði óbreytt.
Fundi slitið kl. 16:45.